Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1991, Page 29

Æskan - 01.08.1991, Page 29
Catan er heimili barnanna Börn í SOS - barnaþorpinu Madresalav. Falleg þorp með gróskumiklum trjám og fallegum, stórum blóm- um eru að leggjast í auðn. Það hefur ekki verið sáð í akrana. Hvernig stendur á þessu? Þetta er á Filippseyjum. Stríðs- menn hafa veriö á ferð. Þúsund- ir manna flýja heimili sín. Allir fara til höfuðborgarinnar, Man- ilu. Þar reynir fólkið að fá hús- næði og atvinnu. Öllum er vísað á fátækrahverfin. Ég ætla að segja ykkur frá litl- um dreng sem heitirTornito. Ég las um hann í blaði sem heitir Verndun barna (Child-Care International). Tornito var einn af mörgum sem varð að flýja ásamt fjöl- skyldu sinni. Faðir hans kom sér upp hreysi ífátækrahverfi. Hann gerði það úr kassafjölum og spýtnadrasli. Bárujárn var lagt yfir sem þak. Til að festa járnið voru settir á það tveir ónýtir hjól- barðar. Faðir Tornitos leitaði árang- urslaust að vinnu. Fjölskyldan sofnaði svöng á hverju kvöldi. Dag einn sagðist maðurinn vera farinn að heiman. Æ S K A N 2 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.