Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Síða 39

Æskan - 01.08.1991, Síða 39
strák sem henni leist mjög vel á. Dísa sagði henni að hann héti Maggi og væri 17 ára. í kaffitímanum fór hún og kynnti Maríu fyrir honum. Þau töluðu saman og Maríu fannst kaffi- tíminn allt of stuttur. Þegar þær voru búnar að vinna urðu þau þrjú samferða heim. Maggi var mjög skemmtilegur og kunni marga brandara. María gleymdi vand- ræðum sínum um stund. Eftir matinn fóru þær Dísa út í sjoppu en hún virtist vera sá staður þar sem allir krakkamir hittust. Mar- ía var fljót að kynnast nokkrum þeirra. Um níuleytið kom Maggi þangað líka. Þegar klukkan var orð- in hálfellefu fóm María og Dísa heim. Hann varð samferða þeim. Þegar þær voru háttaðar töluðu þær lengi saman og María sagði að það væri leiðinlegt að þær skyldu eklci hafa kynnst fyrr. Henni líkaði alltaf betur og betur við þessa nýju fjölskyldu sem virtist gera allt til að henni liði vel. Hún saknaði mjög fjöl- skyldu sinnar heima en sá ekki eftir því að hafa farið. Næsti dagur var mjög svipaður hinum fyrri. Ekkert gerðist þó að hún væri komin sjö daga fram yfir. Hún var farin að hafa verulegar áhyggjur og hafði velt fyrir sér öllum leiðum. Ætli hún yrði ekld bara einstæð móð- ir? Hún gat ekki hugsað sér að gefa barnið, hvað þá heldur að eyða því. Það var til þess að auka enn á vand- ræðin að hún var orðin yfir sig hrifin af Magga. Þriðji dagurinn var einnig mjög svipaður hinum fyrri að flestu leyti. María var að pakka með Dísu og hin- um stelpunum. í kaffitímanum töl- uðu þær við Magga og urðu svo sam- ferða honum heim. Eftir matinn fór María upp. Hún fann dálítið til í bakinu og ákvað að skipta um vinnusteUingu daginn eft- ir. Hún fór á salernið. Það lá við að hún hrópaði upp yfir sig af fögnuði. Loksins! Eftir átta daga bið og áhyggj- ur. Hún var alveg uppi í skýjunum þegar hún fór út í sjoppu með Dísu. Þær urðu samferða Magga heim. Þeg- ar leiðir skildi hélt Dísa áfram en Maggi og María stóðu áfram og töl- uðu saman. Þegar María kom loks inn beið Dísa eftir henni. Þær flýttu sér upp í herbergi og skriðu undir sæng. „Kyssti hann þig?" spurði Dísa brosandi. „Já, en bara einn stuttan," svaraði María. „En ég er viss um að hann verður lengri á morgun." Þær hlógu báðar og buðu síðan hvor annarri góða nótt. María sofn- aði fljótt alveg áhyggjulaus og ham- ingjusöm. (Aukaverdlaunasaga í samkeppni Æskunnar og Barnaritstjórnar Ríkisút- varpsins 1990) Póstfang: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavik. Kaeru sofnoror! Ég ó veggmyndir með Dubbo, U2, Vol- geiri óg Höllu Morgréri, Billy Idol, A-HA, Dur- on Duron, Bruce Springsreen, Morten Horker í A-HA, V/hire Snoke, Michoel Bolron, Tom Cruise, Rúnu Einorsdóltur og Dimmu, Iron Moiden, Síðan skein sól og Alonnoh Myles. Ég vil fó límmiðo og frímerki (úrlensk og ís- lensk). Borghildur H. Haraldsdóttir, Garðavegi 11, 530 Hvammstanga. Holló sofnoror! Ég vil fó ollr sem rengisr New Kids. I sroð- inn fóið þið veggmyndir of Kylie Minogue, Joson Donovon, Madonnu, The Porry, Ric- hord Grieco, Silvesrer Srollone, 21 Jump- srreer, Poulo Abdul, Roxerre, Sinéod O'Connor, Dovid Hosselhoff og The Rembrondrs. Steinunn S. Bernhardsd., Merkjateigi 5, 270 Mosfellsbæ. Sofnoror! Ég sofno leikjum fyrir PC og AT rölvur. Ef einhver sendir mér diskling með leikjum sendi ég diskling með öðrum leikjum ril boko. Jón Örn Árnason, Heimahaga 13, 800 Selfossi. Æ S K A N 4 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.