Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1991, Síða 47

Æskan - 01.08.1991, Síða 47
ir okkur hvort vib höfum þá ekk- ert elst og rökræðum um þetta í dágóöan tíma. Komumst þó ekki aö annarri niðurstöðu en þeirri að við ætlum að fræbast um þetta í náinni framtíð. Þá yf- irgefum vib flugvélina og stíg- um á bandarískt gólf í Baltimore. Útlendinga- eftirlitið bíður okkar í allri sinni dýrð og vib sláumst í hóp hinna fjölmörgu sem standa þar og bíba þess að fá samþykki til ab dveljast í landinu. Okkur til mikillar furbu er nokkrum vísað frá. En sem beturfer lendum vib ekki í þeim hópi. Að þessu loknu förum vib út. Nú öndum við ab okkur út- lensku lofti og það verð ég að segja ab ekki er þab líkt hinu ís- Vib álpubumst inn ígrasagarb... Gjaldeyrinum var eytt á sem hagkvœmastan hátt! lenska. (Það minnir mig á gufu- bab!) Svo finnum við leigubíl og kynnumst bandarískum leigubíl- stjóra. Já, vib kynnumst honum sannarlega því ab hann talar stanslaust alla leiðina á hótelið. Við skobum hóteliö sem er hib fegursta á allan hátt. Við endum daginn á ágætis málsverbi á hót- elinu. Laugardagur 8. júlí: Eftir ágætan blund um nótt- ina vöknum við hressar og end- urnæröar snemma morguns. Vib snæðum morgunverb sem er mjög ólíkur því sem vib eigum að venjast. Hann er vöfflur með sýrópi, pönnukökur, kleinuhring- ir og alls konar kökur. Eftir máltíöina förum við meb lest til Washington. Þar liggur leib okkar að Hvíta húsinu, for- setabústaö Bandaríkjanna. En því mibur verður Bush af þeirri á- nægju að hitta okkur. Vib skoðum Flug- og geimminjasafnib sem er rekið af Smithsonian stofnuninni. Þar sjá- um vib fyrsta mannaða geimfar- ið sem fór til tunglsins, auk margra flugvéla. í safninu er þrí- víddarbíó og auðvitað látum vib okkur ekki vanta á sýningu þar. Ab henni lokinni seðjum við sárasta hungrið. Þá förum við á Þjóðminjasafnið og kynnumst örlítið gömlum tímum í sögu Bandaríkjanna. Við rekum augun í kjóla og komumst að því ab þeir eru nokkub sérstakir. Þeim klæddust konur Bandaríkjafor- seta er þeir tóku við embætti. Því næst álpumst við inn í grasa- garð og virbum fyrir okkur kakt- usa af ýmsum stærðum og gerð- um, auk fjölmargra trjáa. Nú er dagur ab kveldi kom- inn. Eftir að hafa kastað mæð- inni og jafnað okkur eftir heitan og sólríkan dag förum vib út ab boröa. Fyrir valinu verður ítalsk- ur veitingastaður. Við njótum matarins til hins ítrasta en að honum loknum röltum við út og skoöum höfnina í Baltimore. Síð- an förum við á hóteliö og sof- um vært til næsta dags. Sunnudagur 7. júlí: Eftir morgunmáltíð förum vib sem leið liggur í verslanamiö- stöðvar. Vib notum þennan dag til ab eyða gjaldeyri okkar á sem hagkvæmastan hátt. Þegar líba tekur á daginn snúum við til hót- els okkar í hinsta sinni í þessu feröalagi. Þar göngum við frá farangri okkar og ökum niður á flugvöll. Vib kvebjum Bandarík- in og höldum heim á leiö. I flugvélinni bíða okkur sömu ágætu móttökurnar og síðast. Eftir nokkurra tíma flug sjáum vib grilla í fósturjörb okkar. Við sjáum ab ekkert hefur breyst. Það er hitasumarib mikla 1991. Skóg- arþrestir syngja, grasið vex, tím- inn Ifbur... Kristín María Gunnarsdóttir, Díana Olsen. Æ S K A N S 1

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.