Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1991, Page 10

Æskan - 01.10.1991, Page 10
og flugsund." - Hvenœr kepptir þú fyrst? „1987 - á íslandsmóti fatl- aðra. 1988 keppti ég á móti í Hollandi til undirbúnings Ólymp- íuleikunum í Seúl. Eg tók einnig þátt í þeim. Ég var aubvitað ekki með þeim fremstu þar en reynsl- an var ómetanleg." - Þess var ekki langt ab bíba ab þú bœttir árangur þinn verulega ... „Þetta hefur komið smám saman. Ég keppti á Opna sænska meistaramótinu í fyrra og gekk þar mjög vel. Ég fékk bikar fyrir aö bæta árangur minn mest allra þátttakenda. Á Heimsleikum fatlaðra í Hollandi varð ég í 2. sæti í 100 m flugsundi og 3. sæti í 200 metra bringusundi. Þó var ég meö yngstu keppendum þar. Þetta var mjög fjölmennt mót. Þar var keppt í flestöllum grein- um Ólympíuleika og 3500 í- þróttamenn tóku þátt í því." Evrópumeistari í flugsundi - heimsmet- hafi í baksundi - Hvernig gekk á mótum í sumar? „Ég keppti á Norðurlanda- móti fatlaðra í Noregi í maí. Ég sigraði í 100 m flugsundi og varð önnur í fjórum greinum. Á sundmeistaramóti íslands í júlí setti ég heimsmet í 200 m baksundi. Ég synti á 3,02,8 mín. í ágúst var haldið í Barselóna undirbúningsmót fyrir Ólympíu- leika fatlaðra. Þar varö ég fyrst í 100 metra flugsundi en þriðja í 50 og 100 m skriðsundi. Þetta var jafnframt Evrópumeistara- mót fatlaðra í sundi." - Hefur þú sett þér markmib fyrir Ólympíuleikana? „Já, ég stefni að því að kom- ast á verðlaunapall í baksundi og flugsundi." - Þú leggur þá hart ab þér vib œfingar... „Já, þetta hefst ekki nema meö sífelldum æfingum. Við fé- lagarnir í Óðni æfum átta sinn- um í viku - sex daga en tvisvar tvo dagana - tvær eða tvær og hálfa klukkustund í senn." ,,/ó, ég stefni oð því oð komast á verölaunapall í baksundi og flugsundi á Olympíuleikun- um." "Er alveg búin að sœtta mig vib þab ' Rut á tvö systkini, Sif og Þór, tólf og nítján ára. Á heimilinu er líka hundurinn Tumi; þriggja mánaða verður hann orðinn þegar viðtalið birtist. Sif æfir einnig með Óðni. Stundum fara þær systurnar saman á æfingar. Rut tekur dálítinn þátt í félags- starfi Akurs, leikur þar til að mynda boccia að gamni sínu, en oftast er hún með félögum sínum í sundfélaginu. Tólf elstu krakkarnir halda mikið hópinn. Hún er á sautjánda ári, fædd 29. mars 1975. Á því tímabili ævinnar bíöa flestir unglingar með óþreyju eftir að taka bílpróf. Hvað segir Rut um það? „Nei, ég fæ ekki að taka bíl- próf. Þaö er orðið Ijóst. En ég er alveg búin aö sætta mig við það." - Getur þú fylgst meb sjón- varpsefni? „Ég horfi sjaldan á sjónvarp. Sjónsviðið er svo þröngt að ég sé ekki bæði mynd og texta í einu. En ég hef líka svo mikið að gera við námið, æfingar og að skemmta mér með krökkunum að ég hef lítinn tíma til þess." - Ferbu þá nokkurn tíma í kvikmyndahús? „Já, það kemur fyrir. Ég skil orðið nóg í ensku til að fylgjast sæmilega með og sé myndina óljóst. En ég fer aðallega til að vera með krökkunum." Ég heyri á öllu að Rut lætur engan bilbug á sér finna þó að fötlun hennar geri henni oft erfitt fyrir. Ef til vill hljómar einkenni- lega að inna hana eftir hvort hún líti björtum augum á framtíbina - þar sem þab er ónóg sjón sem háir henni. Samt hlýt ég ab spyrja þannig því að hressileg framkoma hennar og glaölegt bros kallar þá spurningu fram. Þab stendur ekki á svari: „Já, ég er mjög bjartsýn. Það dugar ekkert annað." 7 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.