Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 10

Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 10
og flugsund." - Hvenœr kepptir þú fyrst? „1987 - á íslandsmóti fatl- aðra. 1988 keppti ég á móti í Hollandi til undirbúnings Ólymp- íuleikunum í Seúl. Eg tók einnig þátt í þeim. Ég var aubvitað ekki með þeim fremstu þar en reynsl- an var ómetanleg." - Þess var ekki langt ab bíba ab þú bœttir árangur þinn verulega ... „Þetta hefur komið smám saman. Ég keppti á Opna sænska meistaramótinu í fyrra og gekk þar mjög vel. Ég fékk bikar fyrir aö bæta árangur minn mest allra þátttakenda. Á Heimsleikum fatlaðra í Hollandi varð ég í 2. sæti í 100 m flugsundi og 3. sæti í 200 metra bringusundi. Þó var ég meö yngstu keppendum þar. Þetta var mjög fjölmennt mót. Þar var keppt í flestöllum grein- um Ólympíuleika og 3500 í- þróttamenn tóku þátt í því." Evrópumeistari í flugsundi - heimsmet- hafi í baksundi - Hvernig gekk á mótum í sumar? „Ég keppti á Norðurlanda- móti fatlaðra í Noregi í maí. Ég sigraði í 100 m flugsundi og varð önnur í fjórum greinum. Á sundmeistaramóti íslands í júlí setti ég heimsmet í 200 m baksundi. Ég synti á 3,02,8 mín. í ágúst var haldið í Barselóna undirbúningsmót fyrir Ólympíu- leika fatlaðra. Þar varö ég fyrst í 100 metra flugsundi en þriðja í 50 og 100 m skriðsundi. Þetta var jafnframt Evrópumeistara- mót fatlaðra í sundi." - Hefur þú sett þér markmib fyrir Ólympíuleikana? „Já, ég stefni að því að kom- ast á verðlaunapall í baksundi og flugsundi." - Þú leggur þá hart ab þér vib œfingar... „Já, þetta hefst ekki nema meö sífelldum æfingum. Við fé- lagarnir í Óðni æfum átta sinn- um í viku - sex daga en tvisvar tvo dagana - tvær eða tvær og hálfa klukkustund í senn." ,,/ó, ég stefni oð því oð komast á verölaunapall í baksundi og flugsundi á Olympíuleikun- um." "Er alveg búin að sœtta mig vib þab ' Rut á tvö systkini, Sif og Þór, tólf og nítján ára. Á heimilinu er líka hundurinn Tumi; þriggja mánaða verður hann orðinn þegar viðtalið birtist. Sif æfir einnig með Óðni. Stundum fara þær systurnar saman á æfingar. Rut tekur dálítinn þátt í félags- starfi Akurs, leikur þar til að mynda boccia að gamni sínu, en oftast er hún með félögum sínum í sundfélaginu. Tólf elstu krakkarnir halda mikið hópinn. Hún er á sautjánda ári, fædd 29. mars 1975. Á því tímabili ævinnar bíöa flestir unglingar með óþreyju eftir að taka bílpróf. Hvað segir Rut um það? „Nei, ég fæ ekki að taka bíl- próf. Þaö er orðið Ijóst. En ég er alveg búin aö sætta mig við það." - Getur þú fylgst meb sjón- varpsefni? „Ég horfi sjaldan á sjónvarp. Sjónsviðið er svo þröngt að ég sé ekki bæði mynd og texta í einu. En ég hef líka svo mikið að gera við námið, æfingar og að skemmta mér með krökkunum að ég hef lítinn tíma til þess." - Ferbu þá nokkurn tíma í kvikmyndahús? „Já, það kemur fyrir. Ég skil orðið nóg í ensku til að fylgjast sæmilega með og sé myndina óljóst. En ég fer aðallega til að vera með krökkunum." Ég heyri á öllu að Rut lætur engan bilbug á sér finna þó að fötlun hennar geri henni oft erfitt fyrir. Ef til vill hljómar einkenni- lega að inna hana eftir hvort hún líti björtum augum á framtíbina - þar sem þab er ónóg sjón sem háir henni. Samt hlýt ég ab spyrja þannig því að hressileg framkoma hennar og glaölegt bros kallar þá spurningu fram. Þab stendur ekki á svari: „Já, ég er mjög bjartsýn. Það dugar ekkert annað." 7 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.