Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 17

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 17
Sagan af Völu og bangsanum Bessa eftir Katrínu Magnúsdóttur 11 ára Vala var í herberginu sínu að leika sér með Bessa bangsa. Hún var 5 ára telpa með ljósa lokka og nokkrar freknur á nefinu. Bessi bangsi sat á stól inni í herberginu. Hann var orðinn mjög ræfils- legur en Völu þótti samt vænst um hann af öllu dótinu sínu. Annað augað var dottið úr honum en mamma hafði saumað á hann bláa tölu í staðinn. Nú var Vala að gefa honum að borða í þykjustu. Þá kall- aði mamma á hana. „Vala komdu að borða." Boggi var kominn heim. Hann var bróðir Völu. Hann var 9 ára og hafði verið í skól- anum. „Hæ," sagði hann um leið og hann kom inn. „Alltaf ertu með þetta bangsaræksni í eft- irdragi," bætti hann við og settist við matborðið. Síðan borðuðu þau. Eftir matinn fór Vala upp í herberg- ið sitt og hélt áfram í leikn- um. Allt í einu sýndist henni Bessi bangsi hreyfast. Vala hélt fyrst að þetta væri bara í- myndun. Síðan gerðist það aftur og þá sá hún að það var raunverulegt. í fyrstu varð hún svolítið hrædd en ekki lengi. Allt í einu sagði bangsinn: „Hæ, Vala. Viltu leika við mig?" Vala stóð á öndinni. Hún hélt að sig væri að dreyma en þetta var veruleiki. Bessi bangsi talaði og eftir smá tíma voru þau komin í skemmtilegan mömmuleik. Allt í einu var drepið á dyr. Það var mamma. Hún sagð- ist vera að fara út í búð. „Má bangsi fara með okk- ur?" spurði Vala. „Nei, Vala mín, ekki núna. Það er svo mikil rigning." Vala fór með mömmu út í búð og þegar þær komu heim aftur ætlaði hún að halda á- fram í mömmuleiknum með Bessa bangsa. En þegar hún hafði lokað hurðinni og fór að tala við Bessa sat hann gjör- samlega líflaus og svaraði engu. Vala gat ekki skilið hvernig á því stóð en Bessi bangsi tal- aði aldrei aftur en samt hélt hann áfram að vera eftirlætis leikfangið hennar. Þegar hún var orðin fullorð- in geymdi hún hann í gler- skáp í stofunni sinni og sagði börnunum sínum og barna- börnum frá því sem hafði gerst þegar hún var lítil stúlka. Og það þótti öllum afskap- lega merkilegt. (Höfundur hlaut aukaviöur- kenningu fyrir söguna í smá- sagnakeppninni 1991) Æ S K A N 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.