Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 17
Sagan af Völu
og bangsanum Bessa
eftir Katrínu Magnúsdóttur 11 ára
Vala var í herberginu sínu
að leika sér með Bessa
bangsa. Hún var 5 ára telpa
með ljósa lokka og nokkrar
freknur á nefinu. Bessi bangsi
sat á stól inni í herberginu.
Hann var orðinn mjög ræfils-
legur en Völu þótti samt vænst
um hann af öllu dótinu sínu.
Annað augað var dottið úr
honum en mamma hafði
saumað á hann bláa tölu í
staðinn.
Nú var Vala að gefa honum
að borða í þykjustu. Þá kall-
aði mamma á hana.
„Vala komdu að borða."
Boggi var kominn heim.
Hann var bróðir Völu. Hann
var 9 ára og hafði verið í skól-
anum.
„Hæ," sagði hann um leið
og hann kom inn. „Alltaf ertu
með þetta bangsaræksni í eft-
irdragi," bætti hann við og
settist við matborðið.
Síðan borðuðu þau. Eftir
matinn fór Vala upp í herberg-
ið sitt og hélt áfram í leikn-
um.
Allt í einu sýndist henni
Bessi bangsi hreyfast. Vala hélt
fyrst að þetta væri bara í-
myndun. Síðan gerðist það
aftur og þá sá hún að það var
raunverulegt. í fyrstu varð
hún svolítið hrædd en ekki
lengi.
Allt í einu sagði bangsinn:
„Hæ, Vala. Viltu leika við
mig?"
Vala stóð á öndinni. Hún
hélt að sig væri að dreyma en
þetta var veruleiki. Bessi
bangsi talaði og eftir smá
tíma voru þau komin í
skemmtilegan mömmuleik.
Allt í einu var drepið á dyr.
Það var mamma. Hún sagð-
ist vera að fara út í búð.
„Má bangsi fara með okk-
ur?" spurði Vala.
„Nei, Vala mín, ekki núna.
Það er svo mikil rigning."
Vala fór með mömmu út í
búð og þegar þær komu heim
aftur ætlaði hún að halda á-
fram í mömmuleiknum með
Bessa bangsa. En þegar hún
hafði lokað hurðinni og fór að
tala við Bessa sat hann gjör-
samlega líflaus og svaraði
engu.
Vala gat ekki skilið hvernig
á því stóð en Bessi bangsi tal-
aði aldrei aftur en samt hélt
hann áfram að vera eftirlætis
leikfangið hennar.
Þegar hún var orðin fullorð-
in geymdi hún hann í gler-
skáp í stofunni sinni og sagði
börnunum sínum og barna-
börnum frá því sem hafði
gerst þegar hún var lítil stúlka.
Og það þótti öllum afskap-
lega merkilegt.
(Höfundur hlaut aukaviöur-
kenningu fyrir söguna í smá-
sagnakeppninni 1991)
Æ S K A N 17