Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 21
- er framhald bókarinnar Spurningakeppn-
in þín sem kom út í fyrra og hlaut afar góð-
ar viðtökur, jafnt ungra sem fullorðinna -
enda er hún skemmtileg fjölskyldubók.
Bókin hentar vel til spurningaleikja þar
sem tveir einstaklingar eða tvö iið eru
spurð til skiptis. En auðvitað má nota hana
á fleiri vegu.
Við birtum hér nokkrar spurningar úr bók-
inni. Fimm lesendur, sem senda réttsvör,
fá bókina í verðlaun! Á undan hverri spurn-
ingu fer heiti þess kafla sem hún er tekin
úr.
Við veljum afar auðveldar spurningar. í
bókinni eru þær misþungar...
Svörin skal senda Æskunni, pósthólf 523,
121 Reykjavík - fyrir 1. desember.
VERÐLAUNAÞRAUT - TENGD NÝRRIRÓK FRÁ ÆSKUNNI
1. - í syngjandi sveiflu
Árið 1988 fluttu Sverrir Stormsker og Stefán Hilm-
arsson lag Sverris í Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Hvað heitir lagið?
2. - íþróttir við allra hæfi
Fyrir hvaða íþróttagrein innan frjálsra íþrótta
hlaut Einar Vilhjálmsson tilnefningu í kjöri íþrótta-
manns ársins 1991?
3. - Heimshorna á milli
Á hvaða firði er Hrísey?
4. - Nytsöm náttúruvísindi
Hvað nefnist afkvæmi bjarndýra?
5. - I X 2
Hvernig er seinni hluti málsháttarins sem hefst
svo:
„Brennt barn...“?
1 ... slekkur eldinn.
X... forðast eldinn.
2 ... blæs á bálið.
6. - Hvíta tjaldið, sviðið, „kassinn“ ...
Hvaða starfi utan heimilis sinnir húsmóðirin í
sjónvarpsþáttunum Fyrirmyndarföður?
7. - Blaðað í bókum, blöðum og timaritum
Hvaða dýr er Georg í bókinni Georg í Mannheim-
um?
8. - Sagan okkar og allra hinna
Hversu margar voru feitu kýrnar sem komu úr
ánni Níl í draumi Faraós?
9. - Girnilegar gátur
Hvenær er hægt að bera vatn í gatasigti?
10. - Lauflétt að lokum
Hver á kærustu sem heitir Mína mús?
Æ S K A N 2 1