Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1992, Page 25

Æskan - 01.10.1992, Page 25
2. Á þvíað júgur (brjóst) læð- unnar stækkar - hún þykknar þegar líður á og hefur hægara um sig en áður. 3. Svo er talið. 4. Já, þeir skilja ýmislegt, orð og bendingar. NÝI BÍTILLINN Æskupóstur! Ég er mikill aðdáandi Chesney Hawkes. Viltu vera svo vænn að birta veggmynd og fróðleiksmola um hann. Ég hef ekki heldur neitt á móti því aö þú birtir heimilisfang aðdáendaklúbbs hans. Þeir sem vita eitthvað um hann mega gjarnan senda mér það. Helga Sif Jónasdóttir, Aðalbraut 43, 675 Raufarhöfn. Svar: Chesney er tvítugur. Hann á heima í Sunningdale (Sunnudal), vestur af Lundúnum - hjá fjöl- skyldu sinni. Hann sagðist (í fyrra) gera ráð fyrir að kaupa brátt eigið hús en það mætti ekki vera fjarri heimaslóð - þó að ekki væri nema vegna þess að móðir hans væri bráðlagin við matargerð! Móðir hans heitir Karólína, faðir hans Chip, systir hans Keely (leikur á píanó), bræður Len (eldri) og Jodie (19 ára - leikur á trommur). Þau eiga ýmis gæludýr. Chesney á hundinn Dizzy sem sefur jafnan í rúmi hans, Keely á Tammy, Jodie Ruska. Þau eiga líka hvíta köttinn Siena, rottuna Norman og dvergkaninuna Di- dier. Chesney á tvö afarstór fiskabúr. Þar er „rauðrar rófu kattarfiskurinn“ Toby; og af annarri tegund eru Desiree, Alex og Prins. Krabbinn Kevin skríð- ur þar á botni... Chesney finnst mjög róandi að fylgjast með fiskunum þeg- ar hann snýr heim úr hljómleika- ferðalögum. Nokkrir fjörugir félagar hans (og Jodie) eru í hljómsveit sem fylgir honum gjarna á hljóm- leikaferðalögum. Lifvörður þeirra og hjálparhella heitir Jim- bo. Honum ofbýðurað strákarn- ir skuli gantast og glettast með látum - ekki einungis á sviði heldur hvar og hvenær sem er. I febrúar sl. sagðist Chesney enn bíða eftirþeirri einu réttu.... AÐDÁENDAKLÚBBAR Kæra Æska! Hér eru heimilisföng nokkurra aðdáendaklúbba: New Kids on The Block, c/o Columbia Records, 51. West 52nd Street, New York, N.Y. 10019 - Bandaríkjunum. Michael Jackson - Malibu c/o Evi Radke, Weitlstr. 139, 800 Munchen 50, Þýskalandi. Eddy Murphy - Int. Creative Man., 8899 Beverly Blud, Los Angeles, California 90069 - Bandaríkjum N-Ameríku. Michael J. Fox - c/o Paramount, 545 Marathon Street, Hollywood, California 90028, Bandaríkjum N-Ameríku. Bryndís Ósk. Þökk fyrir sendinguna, Bryn- dís Ósk. Við minnum á póstföng að- dáendaklúbba - birt í 8. tbl. Æsk- unnar 1992, 1. og 6. tbl 1990. Við sendum Ijósrit póstfanga úr Æskunni frá 1990 (tvær blaðsíð- ur) þeim sem óska þess. VINUR VANDAMANNA, NÁGRANNA, STRAND- VARÐA- OG ANNARRA Á SKJÁNUM ... Halló, Æska! Ég þakka fyrir veggmyndina pg kynninguna á Kylie Minugue! Ég vildi endilega sjá eitthvað með sjónvarpsstjörnum, veggmyndir eða greinar. Helst vildi ég eitthvað með leikurum í Vinum og vanda- mönnum, Nágrönnum og Strand- vörðum. Nokkrar spurningar: 1. Hvenær á nýja platan með Madonnu að koma út? 2. Ætlar Ríkissjónvarpið að sýna fleiri þætti af Rósönnu, Ung- lingunum í hverfinu, Gangi lífsins og Beykigróf? 3. Get ég sent greinar um frægt fólk, líkar og greinina um K. Minogue, og átt von á að eitthvað verði birt? 4. Getið þið sagt mér eitthvað um Kellie Martin (Bekku f Gangi lífsins)? Að lokum langar mig til að biðja ykkur um veggmyndir með Mari- lyn Monroe og Kim Basinger. 90210. Es.: Ég vil taka fram að ég er alveg sammála Snúð sem skrifaði í Æskuvanda. Mér finnst það vera heimskulegt að uppnefna krakka og sérstaklega þegar 14-15 ára krakkar eru að því. Ef ég væri Snúður myndi ég hiklaust verja stelpuna. Svör: 1. Hún er komin út. 2. Rósanna verður áfram - en annað hafði ekki verið ákveðið þegar ég leitaði svara. 3. Eflaust reyndum við að koma slíkum greinum fyrir í blaðinu - sjálfstæðum eða i þátt- um svo sem Héðan og þaðan. 4. Við fengum ekki upplýs- ingar um Kellie. - Getur einhver bætt úrþví? TÍSKUSÝNINGARSKÓLI Æskupóstur! Getur þú sagt mér hvað módel- mynd er? JJ. Svar: Með því getur verið átt við mynd af fyrirsætu. En til er skól- inn Módelmynd - tiskusýning- arskóli fyrir börn, unglinga og fullorðna, s. (91-) 677799. Skól- inn er í ameríska módel-sam- bandinu, M.A.A.I. Á námskeið- um skólans er kennd framkoma, tjáning og hvernig koma skal fram í sýningarstörfum. Einnig er nemendum bent á hvernig auka má sjálfsöryggi og sjálfs- aga - og vera kurteis. Af sömu aðiljum er rekinn skólinn Dansnýjung. Þar eru kenndir allir nýju dansarnir hverju sinni. Nú eru fönk-jass lotur vinsælar. Fönki má helst líkja við það sem Prins eða Janet Jackson sýna á tónlistar- myndböndum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hefur hipp hopp runn- ið sitt skeið - og „hardcore" er á síðustu metrunum... Þökk fyrir bréfin! Þeir sem hyggjast skrifa Æskunni verða að muna að rita fullt nafn og heimilisfang undir bréfin. Önnur verða ekki birt. ÆSKU PÚSTUR ÆSKAN 25

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.