Æskan - 01.10.1992, Page 28
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi í október nýlegt banda-
rískt leikrit. Það heitir HEIMA
HJÁ ÖMMU og er eftir Neil Simon.
Tíðindamaður Æskunnar varð for-
vitinn. Það spurðist út að leikritið
fjallaði um tvo stráka. Bræður á fjórt-
ánda og sextánda ári. Þeim er kom-
ið í fóstur hjá kaldlyndri og strangri
ömmu sinni. Þeir þekkja hana ekki
og hún ekki þá.
Þeir hafa nýlega misst móður
sína. Faðir þeirra á í peningakrögg-
um. Hann finnur ekki önnur ráð en
koma strákunum fyrir hjá móður
sinni. Þar er líka til heimilis mis-
þroskafrænka þeirra, Bella.
Hún er rúmlega þrítug en eins og
krakki. Þá kemur líka við sögu frændi
þeirra, Louie, sem vinnur hjá mafí-
unni.
Þar eru þeir Gunnar Helgason og
ívar Örn Sverrisson sem leika bræð-
urna.
Ég leit inn á æfingu, tæpri viku
fyrir frumsýningu, og náði tali af
þeim.
fvar stendur fyrir framan búnings-
herbergi leikaranna í Borgarleikhús-
inu. Hann ersléttgreiddur, klæddur
í gamaldags pokabuxur og jakka og
með bindi (Leikritið gerist fyrir fimm-
tíu árum).
(var er að tala við Steinþór leik-
myndateiknara um skyrtur.
„Getur þú farið í aðra skyrtu eft-
ir hlé?“ spyr Steinþór.
„Ég er kominn með hana,“ segir
ívar.
Hann er einbeittur á svipinn.
Æfingin er rétt að hefjast. Ég færi
mig nær og nefni erindi okkar.
„Viðtal," segir hann þungur á
brún og snýr sér frá okkur með föt-
in sín undir hendinni.
Ég kemst ekki lengra. Hann er far-
inn inn á svið.
Ég sný mér að Gunnari sem þýt-
inu er mikil leikmyndi: Gamaldags
stofa með borðstofukrók, sófa og
hægindastólum. Allt í gömlum stíl.
Ég mæti ívari í göngunum.
„Bróðir þinn segist vera viðkvæm-
ur drengur. Ert þú þá töffarinn?"
„Frá hvaða blaði ertu? Æ, ég get
ekki talað núna ... Hvar verða fötin
mín?“ kallar hann til Ástu leikmuna-
varðar.
Hún leiðbeinir honum inn á svið-
ið og sýnir honum fatahengið.
Hallmar leikstjóri kemur svífandi.
Þeir ívar setjast og tala saman í hálf-
um hljóðum. Ég heyri orðið „upp-
götvun“ og ívar kinkar kolli, alvar-
legur og einbeittur á svip. Hallmar
hefur yfir setningu: „Þú ætlar þó ekki
að stela" og fvar endurtekur hana.
Ég færi mig um set og reyni að finna
Gunnar aftur.
Það er kallað í hátalarakerfið:
Leikarar í Heima hjá ömmu. Æf-
ing hefst eftirtíu mínútur!"
Gunnar stendur inni í hárg reiðslu-
stofu og greiðir sér vandlega. Ósk
gengur hratt hjá með krullur í hári.
Hún leikur Bellu, einföldu frænkuna
sem þykir mest gaman að sitja í bíó
alla daga. Margrét Ólafsdóttir, sem
leikur hörkutólið ömmu, er brosmild
að spjalla við Gunnar.
Það er kallað aftur í hátalarakerf-
ið:
„Rennsli hefst eftirfimm mínút-
ur.“
Ég er bara fyrir. Kannski ég laum-
ist út í sal og sjái hvernig fer fyrir
þeim, Gunnar og ívari - Kobba og
Túra-Bellu sem er svoddan kjáni,
Gert frænku sem talar með sogum,
Louie frænda og öðrum heima hjá
ömmu.
SJ
ur hjá.
„Upp á herbergi," segir hann.
í búningsherberginu skipta leikar-
ar um föt, klæða sig í búninga og
búa sig undir sýningar. Gunnar er
að stússa við speglaborðið.
„Hvernig er að leika ungling?"
spyrég.
„Það er erfitt."
„Af hverju?"
„Ég er svo þroskaður sjálfur,“
svarar hann. „Sérðu ekki að ég er að
raka mig?“
Hann leikur eldri drenginn.
„Er strákurinn, sem þú leikur, ekki
komin á gelgjuskeiðið?"
„Jú, hann er kominn á gelgjuna.“
„Með bólur og allt?“
„Nei, bara fullur af mótþróa. Það
er skiljanlegt miðað við aðstæður."
„Er hann ekki vælukjói?"
„Nei, en tilfinningaríkur og við-
kvæmur drengur, alinn upp hjá ást-
ríkum foreldrum en lendir svo hjá
þessari hörðu konu.“
Dyrnar opnast og leikstjórinn,
Hallmar Sigurðsson, birtist með
blöð. Þeir fara að tala saman um
vissa þætti í leiknum.
Ég læt þá eina.
Á stóra sviðinu í Borgarleikhús-
Gunnar Helgason
og ívar Örn Sverr-
isson
Harald G. Haralds
og ívar Örn
UM LEIKRITIÐ HEIMA HJA ÖMMU
TVEIR
STRÁKAR í KLÍPU
2 8 Æ S K A N