Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1992, Side 30

Æskan - 01.10.1992, Side 30
GVENDARLAUG við Klúkuskóla Norður á Ströndum, að húsa- baki við byggingar Klúku- skóla á Laugarhóli, er upp- hlaðin, heit laug. Laug þessi var til forna og allt fram á þennan dag not- uð sem baðlaug af Bjarnfirðingum en einnig af gestum og gangandi. Eitt sinn á þrettándu öld þegar Guðmundur biskup góði var á ferð um Strandir var hann þreyttur af langri göngu og tók sér þá hvíld og bað í Klúkulaug eins og hún þá hét. Varð honum svo gott af að bregða sér í „heitan pottinn" eins og við köll- um það nú að hann vígði laugina í þakkarskyni. Guðmundur vígði margar upp- sprettur víða um land svo sem Gvendarbrunna, vatnsból Reykvík- inga. Löngum síðar hafa þeir sem til þekkja talið þessa laug alveg ein- staka heilsulind. Þangað hefir verið farið með sjúkt fólk til að baða það í lauginni en einnig hefir verið tekið þar vatn til að gefa sjúku fólki og til að þvo því úr vatninu. Það var svo fyrir tveim árum að hafist var handa um að endurhlaða laugina í upphaflegri mynd, sem baðlaug eins og hún vartil forna. Skömmu eftir að þessari upphleðslu var lokið komu góðir gestir í heim- sókn. Það voru formaður sóknar- nefndar Staðarsóknar en á Stað dvaldist Guðmundur biskup oft, sýslumaður Strandasýslu, kirkju- málaráðherra og frú, biskup íslands og frú og forseti íslands. í ÖÐRUM „POTTI“ Frásögnina hér á undan skráði Sigurður H. Þorsteinsson skólastjóri Klúkuskóla. Því lofaði hann mér þeg- ar ég var á ferð um Strandir í sum- ar og heimsótti hann og Torfhildi konu hans. Sigurður var hvatamaður þess að hlaða upp Gvendarlaug og einnig að byggja ágætt baðhús við sundlaug- ina að Klúku. Hjá þeim hjónum voru stödd þrjú barnabörn þeirra, Sigurður Hólm Arnarson frá Hvammstanga, og syst- urnar Barbara Ólöf og Teresa Maria Vilhjálmsdóttirfrá Charlestone í Suð- ur-Karólínu í Bandaríkjunum. Mér fannst sjálfsagt að taka mynd af þeim við laugina. Við sundlaugina er sérstæður, lít- ill „heitur pottur“. Þar er uppspretta sem blandast volgu vatni úr læk. Klettur umhverfis hefur verið klapp- aðurtil og steypt lítillega í á eina hlið. Þarna hafa sundlaugargestir og skólanemendur löngum notið þess að „láta líða úr sér“, hvort sem var um sumar eða vetur. Daginn sem ég varað Klúku sátu þar frænkurnar Guðrún Margrét Jónsdóttir sjö ára og Þórdís Sandra Rósmundsdóttir sex ára. Þær eru systradætur. Þær sögðu að sér þætti gaman í sundi og notalegt að fara í heitan pott. Guðrún sagðist eiga tvö systkini, Guðmund Rúnar átta ára og írisi Dögg fjögurra ára. Þórdís Sandra á litla systur, Jóhönnu, átta mánaða. „Ég er þægasta barnið hennar mömmu," sagði Guðrún Margrét. „Guðmundur er alltaf með svo mik- il læti.“ „Veistu .. að ég þoldi ekki snuð þegar ég var lítil," sagði Þórdís Sandra. „Ég var aldrei með snuð. Ég var svo lengi á brjósti; Guðmundur líka,“ sagði Guðrún Margrét. Þær voru sammála um að þeim þætti skemmtilegast að róla og lita og leika sér með vinkonum sínum. Svo kvöddumst vid... 3 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.