Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1992, Qupperneq 36

Æskan - 01.10.1992, Qupperneq 36
LANGAMMA I KARATE eftir Helgu S. Valgeirsdóttur Hæ, hæ, ég heiti Lilja og á heima í sveit. Ég ætla að segja ykkur svolítið um sjálfa mig. Fólkið, sem ég er hjá, eru auð- vitað mamma og pabbi. Þau heita Árný og Árni. Ég á eina systur sem er 15 ára og heitir Sól- rún. Næst kem ég, Lilja 12 ára, og síðastur er svo litli bróðir sem ekki er búið að skíra. Ég gleymdi næstum aðalpersónunni en það er hún Fornbjörg langamma. Hér í sveitinni gerist eiginlega aldrei neitt. Einu sinni var hérna maður sem kenndi á píanó en nú er hann fluttur til Reykjavíkur til að fá peninga eða kauphækkun eða hvað svo sem hann kallaði það. En nú er kominn hingað mað- ur sem kann karate. Skólastjór- inn fékk hann til að koma hing- að og kenna strákunum. Við stelpurnar urðum, eins og vera ber, fúlar yfir að fá ekki eitthvað nýtt eins og strákarnir. Þá fékk ég þessa frábæru hug- mynd (að mér fannst); við stelp- urnar myndum bara byrja að æfa karate. Ég spurði skólastjór- ann hvort við mættum það og hann samþykkti en fannst það ekki mjög góð hugmynd. Ég fór og sagði stelpunum frá því. En þá kom það. Það vildi ENGIN stelpa æfa með mér karate. Ég var næstum hætt við að byrja en ákvað samt að prófa og er mjög fegin af því að það er æðislega gaman. Nú er ég búin að æfa í 6 mán- uði. Það hefur eiginlega enginn tíma til að horfa á brögðin mín nema helst þá langamma þeg- ar hún liggur og hvílir 91 árs beinin sín. Mamma þarf að hugsa um litla bróður. Sólrún þarf að læra og pabbi að fara út í fjós. Og það versta er að ég held að langamma sofi alltaf þegar ég sýni henni eitthvað. Ég gleymdi að segja ykkur frá því að nú er búið að skíra litla bróð- ur. Hann heitir Ingi. í byrjun sagði ég ykkur að hér gerðist aldrei neitt. Það hefur sannarlega breyst því að fyrir þrem mánuðum þegar við langamma vorum niðri í stofu heyrði ég þrusk og leit á langömmu sem hefur áreiðan- lega heimsins bestu heyrn. Hún virtist ekkert hafa heyrt svo að ég hélt áfram að læra. En svo sá ég tvo menn koma inn. Þeir byrjuðu að róta til og tæta. Ég varð hrædd því að ég sá að þeir voru ekki úr sveitinni. En allt í einu sé ég hvar langamma tek- ur undir sig stökk á 91 árs bein- unum sínum og gerir flest öll karatabrögðin sem ég hafði sýnt henni. Ég held að ég hafi sofnað eða hafi liðið yfir mig en þegar ég vaknaði aftur var tíkin okkar, Tinna sem átti að gjóta eftir viku, komin og urraði og beit menn- ina tvo sem höfðu komið. Þá loks áttaði ég mig og hljóp að mann- inum sem Tinna var að glefsa í og felldi hann með nýjasta tak- inu meðan langamma kýldi hinn á nefið og settist svo ofan á hann. Mamma var komin niður og spurði hvað í ósköpunum gengi á. Langamma sagði henni það og gat varla talað fyrir monti. Mamma hringdi í lögguna sem kom og handtók mennina. Það kom í öllum blöðum að 91 árs kona, Fornbjörg Gísladótt- ir, hefði handtekið tvo menn með aðstoð tólf ára stúlku og tíkar- innar Tinnu sem ætti að gjóta eftir viku. Við fengum svo verðlaun. Langamma fékk elliverðlaunin. Ég fékk barnaverðlaunin og Tinna, sem kom tiplandi með átta hvolpa á eftir sér, fékk gælu- dýraverðlaunin. (Höfundur fékk aukaviðurkenningu fyrir þessa sögu í smásagnakeppni Æsk- unnar, Barnaritstjórnar Ríkisútvarps- ins og Flugleiða 1991) 4 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.