Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 37

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 37
leikþáttur eftir Ingunni Þórðardóttur. TVEIR VINIR Siggi og Pétur eru góðir vinir. Dag nokkurn hittust þeir óvœnt í Kringl- unni eftir að hafa ekki sést lengi. Þeir ákváðu að drekka saman kaffí. og spjalla saman og settust inn á kaffíhús... Siggi: í gær mætti ég manni á götu sem var svo líkur þér að hann heilsaði mér. Pétur: Það var samt ekki ég því að ég var ekki í bænum. Við hjónin fórum upp að Elliðavatni að veiða silung. Siggi: Er konan þín dugleg að veiða? Pétur: Nei, hún er alveg ó- möguleg. Hún talaði of hátt. Hún notaði ekki rétta beitu. Hún dró línuna allt of hratt inn. En það versta var að hún veiddi miklu meira en ég. Siggi: Ég hef heyrt að hún sé svo listræn í sér. Pétur: lá, það er alveg rétt. Henni er alveg sama hvernig súpan er á bragðið, bara ef hún er falleg á litinn. Siggi: Áttu ekki hundinn þinn enn þá, hann Snata? Pétur: Jú, blessaður vertu. Nú erum við búin að venja hann af því að sníkja við matarborðið. Siggi: Hvernig fóruð þið að því? Pétur: Hann fékk að bragða á matnum einu sinni. Síðan hefur hann ekki sníkt. Siggi: Þú ættir að koma með mér í kórinn sem ég syng í, Pét- ur. Pétur: Hvað er svona qaman þar? Siggi: Það er fjörugt skal ég segja þér. Fyrst spilum við á spil. Svo borðum við saman. Því næst dönsum við. Pétur: En hvenær syngið þið? Siggi: Það gerum við á leiðinni heim. Pétur: Kannski ég skelli mér með þér næst. Annars var ég í Óperunni í gærkvöld. Siggi: Og var það ekki stór- kostlegt? Pétur: Það læt ég nú vera. Eft- ir tónleikana fóru allir áheyrend- ur til föður aðalsöngkonunnar og óskuðu honum til hamingju. Siggi: Hvers vegna var verið að þreyta gamla manninn með því? Pétur: Jú, hann er alveg heyrnarlaus og sleppur því við að heyra söng dótturinnar. Siggi: Ég varð fyrir óvæntri á- nægju í morgun. Ég hringdi til tannlæknisins míns og pantaði tíma. Og hvílík heppni! Hann var í fríi og kemur ekki fyrr en eftir mánuð. Pétur: Þú ert þrælheppinn, vinur minn. En nú skal ég segja þér dálítið sem tengdapabbi minn trúði mér fyrir nýlega. Hann hringdi á Dýraspítalann og sagði: „Konan mín er á leiðinni til ykkar með gömlu læðuna okk- ar. Viltu vera svo væn að gefa henni sprautu svo að hún sofni án þess að finna til." „Alveg sjálfsagt," var svarað. „En hvernig ratar kisan þá ein heim aftur?" Vinirnir hlógu og skemmtu sér vel meðan þeir drukku kaffi og borðuðu tertu. Tíminn var fljót- ur að líða. Siggi: Æ, nú man ég hvað ég ætlaði að gera þegar ég rakst á þiQ- Pétur: Og hvað var það? Siggi: Ég ætlaði að láta klippa mig. Síðast þegar ég fór í klipp- ingu klippti rakarinn í eyrað á mér. Pétur: Og þá hefurðu orðið reiður. Siggi: Nei, bara dálítið sár. Pétur: Ég man líka hvað ég átti að gera hingað í Kringluna. Ég átti að hitta konuna mína við útidyrnar klukkan fjögur. Og nú er klukkan að verða sex. Ham- ingjan hjálpi mér! Siggi: Þú færð áreiðanlega orð í eyra og eitthvað fallegt að heyra þegar þið hittist næst. Pétur: Segðu ekki meira en drífðu þig í klippingu áður en verður lokað. Ég reyni að bjarga mínum málum. Blessaður! Sjáumst sem fyrst aftur. Siggi: Blessaður og gangi þér vel. Pétur: Sömuleiðis, gamli vinur. Æ S K A N 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.