Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1992, Side 49

Æskan - 01.10.1992, Side 49
FRIÐARLJÓS í mörgum löndum hefur myndast sú hefð að fólk tendrar friðarljós til að láta í Ijós einlæga ósk sína um frið á jörð. Hér á landi er þetta gert á aðfangadagskvöld og tengist því jólahátíðinni og friðarboðskapnum sem henni fylgir. I Japan fleyta menn logandi kertum á ám og vötnum 6. og 9. ágúst ár hvert. Þá minnast Japanir þeirra sem létu lífið í hörmungunum sem dundu yfir Hírðsíma og Nagasaki þegar kjarnorkusprengjum var varpað á þær borgir 1945. Japönsku Ijóskerin eru gerð úr venjulegum pappír sem leysist vel upp í vatninu. En ef nota á Ijóskerið annars staðar en á vatni er ráðlegt að nota heldur tvílitan ál- pappír (fæst í ritfangaverslunum). Getraunin tengist fræðsluþáttunum Heil á húfi! Til hennar er efnt í til- efni af 95 ára afmæli Æskunnar. Þættirnir eiga að minna okkur á hve miklu við getum ráðið sjálf um heill okkar og heilbrigði með því að gæta okkar vel og velja rétt. AÐALVERÐLAUNIN í 7. hluta getraunarinnar er vöruúttekt að upphæð 18.000 í versluninni Boltamanninum, Laugavegi 7, Reykjavík. Þrenn aukaverðlaun eru skemmti- legar brúðutöskur frá Títan hf., Lágmúla 7 í Reykjavík. Þær henta vel fyr- ir íþróttafatnað. Efni: Tvílitur álpappír, sprittkerti, skæri, límband eða heftari, reglustika, blý- antur. 1. Sníðiðtern- ing 21 x 21 sm. 2. Brjótið ferninginn horn í horn. \ \ \ \ \ _______9 3. Opniðfern- inginn aftur. 4. Snúiðfern- ingnum við. 5. Brjótið ferninginn í tvennt. 6. Opniðfern- inginn. 7. Brjótið ferninginn í tvennt á hinn veginn. 8. Opniðfern inginn aftur. 9. Brjótið ferninginn horn í horn. 10. Opnið nú ferninginn. V A D 11. Brjótið pappírinn þannig að horn aogcogbog d falli saman. 12. Látið horn 1 og 2 mætast og festið með límbandi. 13. Eins farið þið að með horn 3 og 4. 14. Skreytið nú Ijóskerið. Til þess gerið þið notað glans- myndir, klippt útykkar eigin mynd eða gert eitthvað annað sem ykkur kemur í hug. 15. Opnið nú Ijóskerið og brjótið hornin út. 16. Útbúið plötu í botninn á Ijóskerinu. SJÖUNDIHLUTI . . GETRAUNARINNAR HEIL A HUFI! 1. Við hverju er hætt ef hádegismatur er lítill og lélegur? 2. Hvernig eru tvær síðustu setningarnar í greininni, í hádeginu? VERÐLAUNAHAFAR í FIMMTA HLUTA Aðalverðlaunin, 18.000 kr. vöruúttekt í sportvöruversluninni Kringlusporti, Borgarkringlunni í Reykjavík, hlaut Sveinbjörn Guðmunds- son, Mýrarkoti, 641 Húsavík. Tvenn aukaverðlaun, brúðutösku frá Títan hf., Lágmúla 7, Reykjavík, fengu Sigurlín Bjarnadóttir, Jörundarholti 204, 300 Akranesi og Sigríður Finnbogadóttir, Kambsvegi 27,104 Reykjavík. 17. Látið sprittkertið í Ijóskerið og það er tilbúið til nolkunar. Ljóskerið má að sjálfsögðu nota undirsælgæti eða annað smálegt. En gætið þess að fara ætíð varlega með eld og kveik- ið ekki á kertinu nema með leyfi foringja ykkar eða foreldra. Æ S K A N S 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.