Æskan - 01.10.1992, Qupperneq 55
geta áreiðanlega ráðið fram úr
vandamálum sínum sjálfir án
þess að þurfa að hafa „lið“ með
sér og á móti. Láttu þau sjálf um
þetta.
Næsta spurning bendir til
þess að þú hafir næg verkefni
fram undan við að þroskast og
velta fyrir þér hvernig á að
hegða sér sem unglingur. Að
byrja að sofa hjá er ekki ein-
göngu spurning um blæðingar,
aldur og líkamlegan þroska.
Margir fleiri þættir koma til. Þar
ber hæst andlegan og sálræn-
an þroska og að hafa myndað
traust og gott tilfinningasam-
band við aðra manneskju. Blæð-
ingarnar gefa eingöngu til kynna
að vissum líkamlegum þroska
sé náð og innan tíðar fer stúlk-
an að fá egglos milli blæðinga
og getur þá orðið barnshafandi.
Þegar möguleikunum á því
að sofa hjá er velt fyrir sér er
mikilvægt að gera sér grein fyr-
ir hvernig hægt er að lifa heil-
brigðu kynlífi, koma í veg yfir ó-
tímabæra þungun og varast
ýmsa sjúkdóma sem tengjast
kynlífi. Margir krakkar og reynd-
ar fullorðnir líka nenna ekki að
hugsa um þessa hliðar málsins.
Þetta með sjúkdóma, óléttu, og
fóstureyðingar er bara eitthvað
sem kemur fyrir aðra ekki þá.
Staðreyndin er hins vegar sú að
í flestum fjölskyldum eru ein-
hver mál sem má rekja til fáfræði
eða óþarfa áhættu sem hefur
verið tekin í kynlífi.
Rannsóknir á fyrstu samför-
um unglinga sýna að margir
sofa fyrst hjá afalgjörri forvitni,
bara til að prófa. Síðan líða oft
mörg ár þangað til reynt er
næst. Margir unglingar lýsa yfir
vonbrigðum með þessar fyrstu
„tilraunasamfarir“ og er almennt
talið að þau vonbrigði stafi af
því að unglingarnir hafi ekki ver-
ið nægilega þroskaðir á öllum
sviðum til að geta notið reynsl-
unnar.
Aldur við fyrstu samfarir er
þvíyfirleitt ekki tákn um það að
persóna sé farin að lifa ábyrgu
kynlífi. Fyrir flesta hefur fyrsta
kynlífsreynslan mikil áhrif og
ætti því að vanda til hennar eins
og unnt er en ekki harka sér í
þetta af forvitni eða fyrir hóp-
þrýsting. Yfirleitt er mælt með
að viss þróun og aðdragandi
eigi sér stað þar sem samvera,
atlot og gælur um einhvern tíma
móti þann grunn og það traust
sem gerir það að verkum að
náin kynni verða báðum til góðs.
Strákar og stelpur byrja oft
að sofa hjá á svipuðum aldri og
þá í tengslum við að fara „á fast“
eins og það er kallað.
Skriftin er skýr en nokkuð
hroðvirknisleg, gæti borið vott
um fljótfærni.
NAFNLAUS ÁST
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég á í miklum vanda. Ég flutti
fyrir þremur árum. Áöur en ég flutti
var ég ástfanginn af stúlku. Eg hef
sent henni nafnlaus bréf og alltaf
talið mér trú um að ég væri enn
ástfanginn af henni en ég er ekki
viss lengur. Ég veit næstum allt um
hana, afmælisdaginn hennar, allt
nafnið hennar og margt fleira. Vin-
ur minn segir mér um allt sem ger-
ist og varðar hana. Ég forðast all-
ar stelpur vegna hennar og ég er
ráðvilltur. Viltu gera svo vel að birta
þetta?
Johnson.
Svar:
Stundum festist fólk í ein-
hverjum hugarórum um vissar
persónur. Sérstaklega getur
þetta gerst ef ekki er hægt að
láta reyna á samskiptin í alvör-
unni. Þá fer svo margt fram í
huganum eingöngu og mótvæg-
ið frá raunveruleikanum vantar.
Trúlega ert þú búinn að gera
þessa stúlku að allt of miklu máli
í huga þínum.
Reyndu að koma lagi á til-
finningar þínar. Það þarfekki að
vera svo bölvað að vera skotinn
í stelpunni og er alls ekki tilefni
til að forðast aðrar stelpur.
Reyndu að hafa eðlileg sam-
skipti við jafnaldra þína og taka
eftir hvernig krakkar kynnast og
ná sambandi sín á milli. Það
hjálpar oft í slíkum málum að
falla að umhverfinu. Getur verið
að þú haldir fast í minninguna
um þessa stelpu sem flóttaleið
frá því að þurfa að kynnast öðr-
um krökkum?
Hættu strax að senda stelp-
unni nafnlaus ástarþréf. Það
spillir bara fyrir þér efþú átt síð-
ar að hafa einhverja möguleika
á að kynnast henni nánar. Þú
getur skrifað bréfin og losað þig
þannig við það sem þér liggur á
hjarta en þú skalt ekki senda
þau. Slík bréf vekja ekki góðar
tilfinningar hjá þeim sem fær
þau. Þú gætir í stað þess skrif-
að henni undir fullu nafni og
boðið upp á pennavináttu til
þess að kynnast henni nánar.
BLÆÐINGAR í VÆNDUM
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég á við vandamál að stríða.
Ég er 13 ára og blæðingar eru ekki
byrjaðar en það kemur alltaf mikið
slím. Ég er búin að spyrja
mömmmu mína en hún veit ekk-
ert hvort þetta er eðlilegt eða ekki.
Ég ætla að vona að þú vitir eitt-
hvað um þetta mál.
Ég vona að þú svarir mér fljótt
því að ég er alveg í rusli.
xxxxxx
Svar:
Þú lýsir þessari útferð ekki
nákvæmlega en í fljótu bragði
gæti þetta verið undanfari blæð-
inga. Slím fra kynfærum getur
tekið á sig ýmsar myndir, verið
þykkt eða þunnt, hvítt, Ijósbleikt
eða brúnt. Einnig getur verið um
að ræða mismunandi lykt.
Það er góð venja fyrir allar
stúlkur og konur að halda dag-
bók yfir tíðahringinn. í dagbók-
ina er hægt að skrá hvaða daga
blæðingar standa yfir og allt
annað sem tengist tíðahringn-
um, t.d. útferð, verki, krampa
eða annað sem kann að eiga sér
stað. Slík dagbók hjálpar kon-
unni að kynnast sínum eigin lík-
ama og getur orðið mjög gagn-
leg til þess að fylgjast með lík-
amsstarfseminni. Við eig-
um bara einn líkama og
verðum að hugsa vel um
hann. Það er enginn sem
getur tekið ábyrgð á honum
nema við sjálf. Einn liður í því
er að þekkja hann vel og geta
gefið greinargóðar upplýsingar
um hann, t.d. ef leita þarf lækn-
is eða annarra hjálparaðila.
Blæðingarnar verða trúlega
byrjaðar þegar þetta bréf birtist
en sé svo ekki þá hafðu sam-
band við skólahjúkrunarfræðing
eða skólalækni til að kanna mál-
ið nánar.
Þökk
fyrir bréfin!
Munið að rita ávallt rétt
nafn og heimilisfang -
auk beiðni um dulnefni.
Þeir sem gæta þess ekki
geta ekki búist við að fá
Æ S K A N 5 9