Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 4
RISAEÐLUR Á REIKI
Eflaust eru margir lesendur Æsk-
unnar orðnir afar fróðir um risaeðlur!
Um miðjan ágúst var frumsýnd hér á
landi kvikmyndin Júragarðurinn -
„Jurassic Park“ - ein vinsælasta
mynd sem gerð hefur verið. í henni
er sagt frá vísindamönnum sem
vekja risaeðlur til lífsins - dýr sem
dóu út fyrir 65 milljónum ára! Það er
meira en erfitt að ímynda sér svo
langan tíma - 58.086 sinnum þau
1119 ár sem ísland hefur verið
byggt! (- ef miðað er við ártalið 874).
Okkur finnst ótrúlegt að slíkt geti
nokkurn tíma gerst - en leikstjóri
myndarinnar, Steven Spielberg, seg-
ir:
„Þetta er ekki vísindaskáldskapur,
þetta er vísindalegur raunveruleiki."
Undirbúningur að gerð kvikmynd-
arinnar hófst rúmum tveimur árum
áður en myndavélarnar fóru að
suða. Mestan tíma tók að hanna og
smíða risaeðlurnar. Þær urðu loks
svo raunverulegar að leikararnir voru
stundum efins um að á ferðinni væru
tæki en ekki lifandi dýr!
f GARÐINUM
Risaeðlurnar voru fjölskrúðugur
ættbálkur. Til voru - „smáar“ eðlur, á
stærð við stórt reiðhjól, og
geysistórar, ámóta og fjögurra hæða
hús. Sumar voru meinlausar en aðr-
ar grimmar; nokkrar gátu flogið en
flestar voru tví- eða ferfætlingar.
Ýmsar gátu hlaupið á 8o km hraða
en aðrar siluðust áfram; til voru
hvort tveggja kjöt- og jurta-
ætur. Við tökum hér
dæmi af þremur teg-
undum í Júragarðin-
um:
EGG EÐA UNGAR?
Lengstum hefur verið talið að
risaeðlurnar hafi orpið eggjum - eins
og þær eðlur sem til eru nú. En
bandaríski vísindamaðurinn Róbert
Bakker telur að sú stærsta, Þórseðl-
an, hafi að minnsta kosti fætt lifandi
afkvæmi. Hún gat vegið allt að 50
tonnum. Róbert ályktar að skurn
eggja þvílíks dýrs hefði orðið að vera
svo þykk að ungi hefði ekki getað
brotið sér leið út úr henni. Súrefni
hefði ekki heldur getað borist gegn-
um slíka skurn. Minnstu beinagrind-
ur, sem fundist hafa af Þórseðlu-
ungum, benda til að þeir hafi verið
150 kg. Hann segir að egg hafi ekki
getað rúmað þá stærð.
Beinagrind Þórseðlunnar var
þannig að hún hefði vel getað fætt
lifandi unga - jafnvel á stærð við
fólksbíl! Það er álit Róberts að hún
hafi verið með heitt blóð og móðirin
hafi gætt afkvæma sinna. Eðlur
hirða venjulega ekki um þau.
HVERNIG VITUM VIÐ ...?
Risaeðlurnar voru uppi frá 245
milljónum til 65 milljóna ára fyrir okk-
ar tíð, að því að sagt
er. Enginn veit með
vissu hvers vegna
þær urðu aldauða.
Ein kenning vísinda-
manna er sú að risa-
stór loftsteinn hafi
lent á jörðinni og eytt
öllu lífi - þó aó þeir
séu ekki sammála um hvernig það
hafi gerst.
Fyrstu risaeðlurnar þróuðust af
litlum skriðdýrum. Dinosaurus merkir
nánast Ijótt skriðdýr eða hræðileg
eðla.
Beinagrindur af risaeðlum hafa
fundist um allan heim. Vísindamenn
hafa gert sér hugmyndir um útlit
þeirra og lífshætti ýmissa tegunda
með hliðsjón af beinaleifum. Til að
mynda má álykta af gerð tannanna
hvort dýrið hafi nærst á jurtum eða
kjöti.
Flestar leifar risaeðlanna fundust
á síðustu öld en þær hafa verið að
koma upp á yfirborðið fram til
þessa. 1983 fundust bein slíks dýrs í
leirgryfju í Englandi. Starfsmenn
náttúrufræði-safnsins þar í landi
unnu í þrjú ár að því að reyna að
gera sér grein fyrir hvernig þaó hefði
litið út.
Steingervinga-fræðingar frá
Argentínu hafa nýlega fundið við
rætur Andesfjalla leifar elstu risaeðlu
sem vitað hefur verið um, 250 millj-
ón ára. Þær virðast vera af tvífættu
dýri, 2,5 m háu. Tegundin var nefnd
Herrerasaurus.
Gallimimus - kalkúneðla -
er hjarðdýr og grasbítur, ekki
ósvipuð risastórri antílópu; lík-
lega um þrír metrar á hæð.
Stökkkrafturinn er gífurlegur
og hún getur farið mjög hratt.
Tyrannosaurus rex - Grameðla -
er blóðþyrst rándýr en drepur einungis sér til matar
og í sjálfsvörn. Hún er sex metra há með tveggja
metra langt höfuð. Hún hefur griðarlegan kjaft og
flugbeittar vígtennur - og getur auðveldlega gleypt
mann í einum bita. Grameðlan étur tonn afkjöti, bara
íhádegismat.
Brontosaurus - Þórseðla -
getur orðið 17 metrar á hæð. Halinn er á-
líka langur og stór vörubílapallur. Hún
vegur u.þ.b. 30 tonn en það jafngildir
hjörð af fílum! En höfuðið var lítið og heil-
inn líka. Hún gæðir sér á safamiklum lauf-
blöðum.
4 Æ S K A N