Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 14
KJÖRID TÆKIFÆRI FYRIR ÁSKRIFENDUR:
SAFNA ÁSKRIFENDIIM
OG HLIÓTA GÓD VERÐLAUN FYRIR!
Fyrir tíu árum gaf Æskan áskrif-
endum sínum kost á að vinna til
verðlauna fyrir að safna nýjum á-
skrifendum. Margir gripu tækifærið
tveim höndum og uppskáru góð
laun með lítilli fyrirhöfn. Nú hefur
verið skorað á okkur að endurtaka
tilboðiö. Æskan bregst að sjálfsögu
vel við.
ÞANNIG ER FARIÐ AÐ:
Áskrifandi sendir okkur lista yfir
þá sem óska eftir að gerast áskrif-
endur. Nota má eyðublaðið á næstu
síðu - eða Ijósrita það - eða skrifa
að nýju. Gæta þarf þess að foreldri
staðfesti ósk barns síns um áskrift.
Nýir áskrifendur mega velja sér í
kaupbæti bókina, Við erum heppnir,
við Víðir (f. 8-11 ára) - eða Dýrið
gengur laust (f. 12-15 ára) - eða
fjóra límmiða (með 24 myndum) og
veggmynd (mynd beggja vegna), sjá
lista neðst á þessari síðu.
Áskriftarverð fyrir 6.-10. tbl. er
1990 kr. Nýir áskrifendur fá fjögur
tölublöð á 1550 kr.
FYRIR SÖFNUNINA
er ýmislegt áhugavert í boði. Eitt
stig fæst fyrir hvern nýjan áskrif-
anda. Sá sem safnar getur valið sér
hluti eftir því hve mörg stig hann
fær:
Eitt stig:
Tveir pakkar af körfuknattleiks-
myndum
- eða risaeðlumyndum (eða einn
af hvorum).
Tvö stig:
Bók (sjá lista á bls. 60) - eða húfa
- eða mappa fyrir körfuknattleiks-
myndir.
Þrjú stig:
Snælda (sjá lista hér á síðunni) -
eða bolur.
Fjögur stig: Jordan-körfuboltaúr.
Fimm stig: Risaeðla!
Sex stig: Taska - eða risaeðla
með hljóði!
Tíu stig: Chinon GL-2 Ijósmynda-
vél.
Húfur, bolir og töskur eru til með
körfuknattleiks- og risaeðlumyndum.
Ykkar er valið! Sá sem fær fimm
stig þarf ekki að velja sér íþrótta-
tösku ef hann kýs fremur að fá
snældu (= þrjú stig) og húfu (tvö stig)
- eða boi (þrjú stig) og tvo pakka af
körfuknattleiksmyndum (eitt stig) og
tvo pakka af risaeðlumyndum (eitt
stig) - eða eitthvað annað sem að
samanlögðu er fimm stig!
Verðlaunin eru frá heildversluninni
Svanborg - versluninni Frísport,
Laugavegi 6 - útgáfunni Spori hf. -
Hans Petersen hf. - og Bóka-
útgáfu Æskunnar.
ADALVERÐLA UN
Dregið verður úr listum þeirra sem
safna fjórum áskrifendum eða fleiri.
Tveir heppnir safnarar hljóta sérstök
verðlaun - í þeirri röð sem listar
þeirra verða dregnir út:
1. Hlutir að eigin vali fyrir 15 stig.
2. Hlutir að eigin vali fyrir 10 stig.
SKILAFRESTUR
er til 30. nóvember.
Veggmyndir sem nýir áskrifendur geta valið úr (ef þeir kjósa sér límmiða og veggmynd í kaupbaeti): Snældur sem velja má úr:
A) Stefán Hilmarsson/Michael Algert skronster
Jordan (Ýmsir íslenskir flytjendur)
B) Ný dönsk/R. Downey sem Chaplin Speis (Pláhnetan)
D) Rage Against The Machine/ Sigurbjörn Bárðarson og Rigg (Stjórnin)
hestar/Charles Barkley Jet Black Joe (Jet Black Joe)
E) Freddie Mercury/Sigrún Huld sunddrottning Reif í tætlur (Ýmsir flytjendur)
F) Stjórnin/Sykurmolarnir
G) Lömb/Julia Roberts/Christian Slater
14 Æ S K A N