Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 24

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 24
FRAMHALDSSAGA LESENDA OF VENJULEGT - EÐA I * I fimmta kafla sögunnar sá Hlíf fagra veru sem sagði að hún ein gæti bjargað heiminum, ekki einungis jörðinni heldur alheiminum, frá hræðilegum örlögum. Hlíf var hafin á loft af tveimur vængjuð- um, gegnsæjum mönnum, Saldim og Kolmór. „Við förum ekki strax til jarðarinnar,” sagði Saldim. „Fyrst þurfum við að kynna þig fyrir .. 6. kafli ..þrautunum sem þú þarft að standast,“ sagði Saldim. Síðan svifu þeir með mig að geysistórum spegli. Ef maður hallaði sér að honum þá sá maður til jarðar og allt í kring. Þarna voru líka fleiri speglar sem sýndu aðrar reikistjömur. „Fyrst á leið okkar verður Svartnættið. Þar máttu ekki opna augun því að þá missirðu sjónina samstundis. Svo komum við að Hraunkastinu. Þar er eldfjall Satans sem gýs í sífellu glóandi hraunmolum. Til þess að þeir lendi elcki á þér þarftu að ýta fast á hringinn. Hann mun verka eins og skjöldur sem bægir hraunmol- unum frá þér,“ sagði Kolmór. „En þá er erfiðasta þrautin eft- ir,“ sögðu þeir samtímis. „Þú munt koma að stað þar sem vind- urinn blæs sandi á móti þér, áin streymir í átt að þér og á einungis 70 sekúndum verður þú að kom- ast í gegnum völundarhús þar sem aðeins ein leið liggur að regnboganum. Þangað verður þú að komast en til þess að geta það þarftu að blása á ána, öskra á 2 4 Æ S K A N vindinn og biðja bænir í völund- arhúsinu. Þá muntu komast að regnboganum.“ Ég sagðist ekki vera alveg viss um hvað ég ætti að gera því að þetta væri svo mikið. „Þú átt að kalla: „Hringur, hringur, hjálpaðu mér!“ Þá mun veran, sem þú sást fyrst, hjálpa þér,“ sagði Saldim. „En hvað gerist þegar ég kemst að regnboganum?“ spurði ég. „Er ég þá búin?“ „Þá máttu fara aftur til jarðar- innar,“ sögðu þeir. „Þegar þangað er komið verður þú að gera það sem þú getur til að koma í veg fyrir að illa aflið í heiminum, eða Satan, nái yfirráðum. I sérhverri manneskju býr ómæld ást. Það þarf bara að finna hana og virkja. Mundu að þú verður að gera það sem þér finnst rétt. Reyndu að efla kærleik þinn og nota hann því að hann er sterkastur allra afla. Vertu sæl að sinni.“ Ég lagði af stað og allt gekk vel þar til ég missti hringinn í ána. Hvernig kæmist ég nú í gegn- um völundarhúsið? Hvemig kæmist ég heim ...? Framhald óskast! Kristín Laufey Steinsdóttir 13 ára, Engjavegi 61, 800 Selfossi, samdi þenn- an hluta - en við hann var aukið innskoti frá Ósk Heiðu Sveinsdóttur 13 ára, Logafold 169, 112 Reykjavík. 5. kafli var eftir Ingu Þóru Ingvars- dóttur 14 ára, Holtsgötu 41, 101 Reykjavík. Okkur láðist að geta þess í 6. tbl. Höfundar kaflanna, sem birtir verða í Æskunni, fá tvær bækur að launum. Allir sem senda sögubrot fá eina bók - að því tilskildu að það sé 1-1 1/2 vélrituð blað- síða eða 2-3 handskrifaðar síður - í stærð- inni A-4. (Velja skal af lista á bls. 60) Framhald þarf að berast fyrir 20. september. Merkið bréfið þannig: Æskan, - Of venjulegt - eða ..., pósthólf 523,121 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.