Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 20

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 20
LEYNDARDOMAR SNÆFELLSJÖKULS Enskur prófessor, Hörður að nafni, var eitt sinn að fletta fornri bók. Þá fann hann bréfsnifsi með áritun á máli sem hann skildi ekki. Harald- urfrændi hans hjálpaði honum að þýða skilaboðin. Þau höfðu verið rit- uð af merkum landkönnuði, Árna Saknussemm, sem látinn var fyrir mörgum öldum. Árni lýsti því hvar væri að finna munna neðanjarðar- ganga sem lægju inn að miðju jarðar. Það var á íslandi! Hörður ákvað að freista þess að finna göngin og leggja leið sína eftir þeim. Haraldur bauðst til að fara með honum. Á Islandi réðu þeir sér leiðsögumann sem hét Hans. Þeir héldu ó- trauðir á Snæfellsjökul og fundu göngin. Þeir voru með góðan útbún- að á þeirra tíma vísu, reipi, luktir, axir og vistir til margra mánaða. Þeir héldu niður göngin, æ dýpra. Ótrúleg sjón blasti við þeim, ein- kennilegar kletta-myndanir og neðanjarðar-ár. Risa-sveppir brögðuðust vel. Eftir að þeir höfðu ferðast margar vikur komu þeir að neðanjarðar- hafi. En furðulegast af öllu sem þeir sáu voru risavaxnar verur sem líkt- ust mönnum. Þeir félagar héldu áfram þar til þeir komu að geysistórum kletti sem lokaði leiðinni. Þeir ákváðu að sprengja hann með púðri en notuðu of mikið af því og komu eldgosi af stað. Loftstraumur þeytti þeim upp á stóran stein sem glóandi hraunelfa þrýsti með ógnar-hraða upp þrönga rás - allt upp á yfirborð jarðar! Þeir lifðu þetta af og gátu sagt fólki hina ótrúlegu sögu sína!! (Fyrir allmörgum árum var gerð bandarísk kvikmynd eftir þessari sögu og var hún nefnd Leyndardómar Snæfellsjökuls. Eitt aðalhlutverk- anna, Hans leiðsögumann, lék íslenskur leikari sem starfaði í Bandaríkj- unum, Pétur Rögnvaldsson). Ferðastu meö Haraldi, Herði og Hans í iöur jarðar. Kannaðu furður undirheima - en gættu þín á jötnunum. Finndu rásina sem liggur upp um Snæfellsjökul, hina fornu eldstöö, svo að þú getir þeyst þar upp með ferðalöngunum þremur! Tilvalið er að lita þessar síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.