Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 23

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 23
myndun hérlendis þarf að nema i fjögur ár sam- kvæmt samningi við meistara i greininni. Einnig þarf að sækja bók- legt námskeið í 3-4 mán- uði við Iðnskólann. Ljósmyndun er kennd við ýmsa skóla erlendis. Inngönguskilyrði eryfir- leitt stúdentspróf. Margir skólar og æsku- lýðsmiðstöðvar efna til námskeiða í Ijósmyndun. Þar geta 13 ára unglingar fengið margs konar leið- beiningar og fræðslu. HITT OC ÞETTA Kæra Æska! Ég vil byrja á aö þakka gott blað. Viltu birta veggmynd með einhverjum af Strand- vörðunum (helst David Hasselhoff)? Mér finnst Rósin Jónas mjög skemmtileg saga. - Verða sögur, sem áskrif- endur senda, birtar? Ég sendi þér líka sumar- Ijóð: SUMARILMUR Ég sit undir berum himni og finn ilm af nýslegnu grasinu. Ég heyri hlátur barnanna og suð í randaflugu. Það er komið sumar. Rósin Jónas. Svar: Við stefnum að því að birta veggmynd af Strandvörðum. Æskan efnir árlega til samkeppni um smásögur. Nokkrar þeirra birtast i blaðinu. Við kynnum nýja samkeppni i 8. tbl. - Framhaldssagan, Of venjulegt - eða ..., er eftir lesendur. Allir geta spreytt sig á að semja viðbót við hana (sjá bls. 24). SMÆRRA LETUR - FLEIRI MÁL! Kæra Æska! Mig langar til að bera fram eina ósk varðandi efni Æskunnar: Að þið kennduð tungumál. Það þyrfti ekki að vera meira en ein blað- síða (eða opna) með smáu letri. Þá væri best að kenna eitthvert tungumál sem fáir kunna. Sem dæmi má nefna spænsku, portú- gölsku, sænsku og ítölsku. Jafnvel mætti hafa nokkur þeirra í einu. Mér finnst Æskan ágæt en gæti þó gert betur en nú (örfáum atriðum - sérstak- lega með því að smækka letur því að þá kæmist meira efni fyrir. Stóra letrið gerirÆskuna barnalegri. Ungum krökkum finnst fínt að lesa smátt letur. Álfur. Svar: Þó að Æskan komi oft- ar út á ári en önnur tíma- rit fyrir börn og unglinga finnst okkur það of sjald- an til að raunhæft sé að kenna erlend tungumál i henni. í grunnskólum eru kennd mál sem nota- drjúgt reynist að kunna. Þess vegna er sjálfsagt að keppa að því að læra þau til hlítar og taka ótrauður til við að nema aðrar tungur þegar það býðst í mennta- og fjöl- brautaskólum. - En óþreyjufullir nem- endur eiga kost á að stunda nám í Bréfaskól- anum - sjá svar við öðru bréfi í þessum þætti. Æskan er mikið lesin af unglingum - en einnig af börnum sem eru að hefja nám í lestri. Okkur hefur þótt sanngjarnt að hafa stórt letur á þvi efni sem ætlað er þeim yngstu - en afar smátt í nokkrum þáttum sem við teljum að stálpaðir krakkar og ung- lingar lesi helst. VÍSA UM ÆSKUNA Hæ, Æska! Ég sendi hér lausnir á öllum þrautunum í 5. tbl. 1993. Mamma mín hefur verið áskrifandi að Æskunni mjög lengi. Ég les alltaf blaðið og hef alltaf jafn- gaman af því. Hér er vísa sem ég samdi sjálfur um Æskuna: Æskan mín er ofsa fín og allir lesa hana. Þaðan skín oft glettni og grín sem gleður mig að vana. Viljið þið birta fróð- leiksmola og mynd (vegg- mynd) af Magic Johnson og fleiri leikmönnum NBA- deildarinnar. Einsi kaldi. Svar: Þökk fyrir vísuna. - Röðin kemur bráðlega að töframanninum Johnson. SÖCUBROT OG TEIKNIN6AR Sæll, kæri Æskupóstur! Þökk fyrir gott blað. Ég hef mjög mikinn á- huga á bókum. Mér finnst að þið ættuð að birta kafla úr ýmsum bókum og leyfa áskrifendum að senda myndir sem tengjast efni þeirra. Mér finnst Rósin Jónas afskaplega skemmtileg. Bókaormur. Svar: Þetta er ágæt hug- mynd. Ef til vill látum við verða af því. SKRÝTLUR Æskupóstur! Ég heiti Hrefna. Ég er nýorðin sex ára. Systir mín fær blaðið á sínu nafni en við erum áskrifendur sam- an. Ég sendi þér skrýtlu: Kennarinn: Ef þú færð tíu karamellur og átt að skipta þeim jafnt milli þín og litla bróður þíns - hvað fær hann þá margar? Nemandinn: Þrjár! Kennarinn: Ha? Kanntu ekki að draga frá? Nemandinn: Jú, en það kann hann ekki. Hrefna. Æska! Ég sendi brandara: „Fjölskyldan | næsta húsi er langt frá því að vera rík,“ sagði sonur nágrannans. „Af hverju?" spurði móð- ir hans. „Það varð allt vitlaust þar þegar litli strákurinn gleypti tíkall!" „Það hefur ekki rignt í marga daga!“ sagöi Gunn- ar. „Merkilegt hve vel hefur sprottið þrátt fyrir það,“ sagði Jón. „Mig undrar það ekki. Það hefur rignt þessi ósköp á nóttunni!“ Elva. Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.