Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 38
Þjóðlagasöngvararnir Joan Baez (lengst til vinstri) og Richie Havens (annar
frá hægri) skemmtu á Woodstock. Hér syngja þau friðarsöng með Pétri
Gabriel og söngvara R.E.M., Michael Stipe, á mannréttindahátið i fyrra.
Kanadíski rokkarinn Neil
Young kom í fyrsta skiptið
fram með sönghópnum
„Crosby, Still, Nash & Young“
á Woodstock. Hann er einn
af kunnustu rokkurum
heims. Á þessari nýlegu
mynd sést hann (t.v.) taka
lagið með Edge, gítarleikara
irsku rokksveitarinnar U2.
Hippamenningin náði há-
marki með Woodstock-hátíð-
inni 1969. Yfirskrift hátíðar-
innar var „Kærleikur, friður
og músík“.
Þetta var þriggja daga rokk-
hátíð, haldin á samnefndum
stað í Nýju-Jórvík í Banda-
ríkjunum. Þar skemmtu
nokkrar af helstu hetjum
hippapoppsins, s.s. gítarhetj-
an og þungarokksfrumherjinn
Jimi Hendrix, þjóðlagasöng-
konan Joan Baez og sálar-
fönkararnir „Sly & The Family
Stone“. Einnig voru þarna
kynntar margar nýjar hljóm-
sveitir og nýliðar í poppinu,
ásamt enskum poppurum
sem höfðu ekki fram til þessa
náð vinsældum í Bandaríkj-
unum.
Með Woodstock-hátíðinni
tryggðu allir skemmtikraft-
arnir nafni sínu veglegan
sess og eilíft líf á popphimn-
inum. Þarna kom söngsveitin
28.
HLUTI
UMSJON:
JENS KR.
GUÐMUNDSSON
„Crosby, Still, Nash & (Neil)
Young“ fram í fyrsta skipti,
enska rokksveitin „Who“ náði
loks inn á Bandaríkjamarkað
og „Creedence Clearwater
Revival", „Santana" og fleiri
urðu ofurstjörnur á nokkrum
dögum.
Hátíðin var miðuð við komu
15 þúsund gesta. Þeir bjart-
sýnustu gerðu ráð fyrir 25
þúsund manns. Raunin varð
sú að hálf milljón
manna kom! Nálægir
sveitabæir fóru á kaf
í mannhafi. Hrein-
lætisaðstaða,
svefnpláss, veit-
ingasala og önnur
nauðsynleg þjón-
usta var strax í
lamasessi. Ofan á
vandræðin bættist
úrhellisrigning.
Undir öðrum kring-
umstæðum hefði
orðið neyðarástand.
Illindi, áflog og önnur
vandræði hefðu brot-
ist út og jafnvel end-
að með ó-
sköpum. En
það merki-
lega var að
hippa-
stemmning-
in - kærleik-
urinn og friðarviðhorfið - réð
ferðinni. Það kom ekki til svo
mikils sem orðaskaks á milli
gestanna. Þó að einn gestur
rynni til í forarleðjunni
og dytti á annan þá
brosti fórnarlambið bara
skilningsríku brosi og
sagði:
„Elskum friðinn, bróð-
ir!“
Hluti af þessum
þriggja daga hljóm-
leikum var gefinn út á
plötum. Fyrstu plöt-
urnar náðu efsta sæti
bandaríska vinsælda-
listans sumarið 1970.
Þær seljast enn dável.
Heimildarmynd um
hljómleikana hefur oft
verið sýnd í íslenskum
kvikmyndahúsum og í
sjónvarpinu. Hún
fæst líka á
myndbandi,
bæði á leigum
og í verslun-
um.
4 2 Æ S K A N