Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 54

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 54
Umsjón: Sigurborg Sveinbjörnsdóttir ÁST EÐA...? HRÆÐSLA Kæra Sigurborg! Ég vona að þú svarir þessu bréfi því að ég hef skrifað a.m.k. þrisvar sinnum en aldrei fengið ráð við vandamálum mínum. Þannig er mál með vexti að ég er ein af vinsælustu stelpunum í skólanum og þó að ég segi sjálf frá er ég ekki Ijót. En vandamál mitt er að einn sætasti strákurinn í mín- um bekk er alltaf að horfa á mig og brosa til mín og þá ræð ég ekki við mig og horfi líka á hann. Ég vona að þú skiljir hvað ég er að reyna að segja þér. Er þetta ást eða vinskapur? Vertu svo góð að gefa mér ráð við þessu. Að lokum: Hvað lestu úr skriftinni? Hve gömul er ég? Ég. Svar: Eftir iýsingu þinni að dæma tel ég ekki óliklegt að þessi strákur, sem þú skrifar um, hafi áhuga á þér. Þú ert greinilega líka hrifin af honum. Hvort þetta er ást eða vinskapur er ekki gott að segja en vissulega getur slíkur vin- skapur þróast upp i ást með timanum. Farðu þér hægt í þessum efnum. Þú ert ung og nægur tími til stefnu. Skriftin er skýr og falleg. Ég gæti trúað að þú værir 13 ára. Kæra Æska! Ég þoli ekki eitt. Ég er al- veg rosalega mikill hræðslu- púki. Stundum hugsa ég um að einhver reyni að drepa mig. Ég kemst ekki ein í næsta herbergi nema einhver fari með mér. Mamma reykir alveg voðalega mikið og allir krakk- ar halda að ég reyki því að það er svo mikil reykingalykt af mér og fötunum mínum. Ég er búin að segja mömmu minni frá þessu en hún hlær bara. Ég er afar feit. Það er vegna sælgætisáts. Ég fæ sælgæti einu sinni í viku og kaupi mér alltaf eitthvað gott. Es.: Ég tala alls ekki við mömmu. Hvað lestu úr skriftinni? Hvað er ég gömul. H. Svar: Hræðsla af þeim toga, sem þú lýsir i bréfi þínu, er alls ekki óalgeng og flestir læknast af henni með tím- anum. Börn eru oft haldin hræðslu við það sem þau þekkja ekki. Best er fyrir þig að vinna bug á slíkri hræðslu með því að ganga úr skugga um að ekkert sé þarna i myrkrinu. Ég skil vel að reykingar móður þinnar fari illa með þig. Það er dapurt að for- eldrar skuli bjóða börnum sínum upp á slikt. Það ætti að vera réttur hvers barns að búa i reyklausu um- hverfi. Skýrðu aðstæður þínar fyrir félögum þínum. Ræddu við móður þína í góðu tómi um reykingar hennar og ég veit að hún gerir sitt besta til að koma til móts við þig. Þriðja og jafnframt síð- asta vandamál þitt skýrir þú sjálf. Þú borðar of mikið af sætindum. Til að laga það vandamál þitt ættir þú að taka það föstum tökum, draga úr þessu áti og reyna að stunda einhverja iþrótt. Skriftin er skýr og líklega ertu 12-13 ára. LITARHÁTTUR Kæra Sigurborg! Ég á við þrjú vandamál að stríða. Ég er brún og þess vegna kölluð negri eða svertingi eða eitthvað annað. Sumir kalla mig Litla, svarta Sambó. Ég þoli þetta ekki lengur. Ég hugsa alltaf á kvöldin um það hvenær mamma, pabbi, ég eða bróðir minn deyi. Ég get ekki hætt að hugsa um það. Ég á foreldra sem rífast eiginlega alltaf á nóttunni. Þá get ég ekki sofið. Þau hafa rifist nýlega. Mamma er alltaf að segja: „Ég ætla að skilja við pabba þinn.” Hún gerir það ekki. Ég þoli þetta ekki lengur. Hvað á ég að gera? Hvað lestu úr skriftinni? Hvað er ég gömul? Leið. Svar: Það er ekki einfalt að svara þér þvi að upplýsing- arnar i bréfinu eru ekki nægar. En ég skal reyna eftir bestu getu. Ég legg til að þú eða for- eldrar þínir fáið kenn- ara/námsráðgjafa skóla þíns til að hefja umræðu um málefnið i skólanum. Ef til vill gera þessir krakkar sér ekki grein fyrir hve illa uppnefni koma við marga. Það er ekki fyrr en maður stendur sjálfur í þessum sporum sem maður skilur það. Reyndu að kynnast krökkunum. Þessi stríðni getur líka verið sprottin af forvitni þeirra um litarhátt þinn. Það væri gott ef aðrir foreldrar gætu hjálpað til við að breyta ranghug- myndum um dökkt fólk. Litarháttur fólks á ekki að skipta neinu máli heldur er það hinn innri maður. Reyndu að láta ekki fávisku annarra hafa áhrif á tilfinn- ingalif þitt. Þú nefnir annað vanda- 5 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.