Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 40
Popptíðindamaður Æskunnar á hljómleikum með
„Rage Against The Machine“:
BEST HEPPNUÐU HLJÓMLEIKAR
ERLENDRAR HLJÓMSVEITAR í 13 ÁR.
STAÐUR OC STUND:
Kaplakriki í Hafnarfiröi 12. júní
1993.
VI0FAN6SEFNI:
Hljómleikar meö bandarískri
pönk-þungarokks-rabbhljóm-
sveit, „Rage Against The
Machine".
UMÍÖ6N:
Hljómsveitin steig á svið um
tíuleytið. Upphafslagið var „Take
The Power Back“. Flutningurinn
hljómaði nánast eins og á plöt-
unni. Þannig var því varið með
flest lögin. Það kom ekki á óvart.
Platan er svo „hrá“ og „hljóm-
leikaleg".
Hljómsveitin er ótrúlega
hljómmikil og „þétt“ miðað við
þrjá hljóðfæraleikara, að við-
bættum söngvara. Þeir eru allir
mjög færir í sinni grein. Gitarleik-
arinn, Tom Morello, er nánast
göldróttur. Hann töfrar ótrúleg-
ustu hljóð úr gítarnum, hljóð sem
fram til þessa hafa helst heyrst í
tölvutækjum eða öðrum tólum
en gítar. Sum töfrabrögð hans er
auðvelt að leika eftir þegar sést
hefur hvernig hann fer að. Önnur
verða vart endurtekin af öðrum.
Fagtímarit um gítarleik fjalla um
Tomma sem fingrafimasta og
færasta gítarleikara rokksins.
Hljómleikagestir geta vottað að
sú kenning er ekki fjarri lagi.
Pönkað þungarokks-rabb
RATM er frekar einhæft. Keyrsl-
an og hrynjandin eru lík frá einu
lagi til annars. Laglínurnar eru
bundnar af gríðarlega þróttmikl-
um rabb-öskursöngstíl Zacks De
La Rochas.
Lögin fengu þó hvert sitt sér-
kenni með fjölbreyttum tækni-
brellum Tomma. Sviðsframkoma
hans og Zacks var mjög fjörleg.
Zack hefur ævintýralega mikið
þol, bæði sem öskursöngvari og
eins þegar hann þeytist á sífelld-
um hoppum og hástökkum um
sviðið. Miðað við hve gagnrýninn
hann er á áfengisdrykkju
skemmtikrafta er næsta víst að
þessi 21 árs söngvari skaðar
ekki eigið þol með bjórþambi.
H LJ ÓMLEIK AG ESTIR:
Meðalaldur hljómleikagesta
var sennilega 12, 13 til 20, 21
árs. Þeir tóku virkan þátt í
skemmtuninni með handasveifl-
um og „slammi" (eins konar
dans þar sem menn henda sér
hver á annan). Lög RATM-kvart-
ettsins bjóða ekki upp á mikinn
fjöldasöng, nema næst síðasta
lag hljómieikanna, „Killing In The
Name“. Megnið af hljómleika-
gestum söng sig hást í því lagi.
Þá leið yfir fjölda manna. Líklega
var um að kenna taugaspennu
og æsingi (þetta var hámark
hljómleikanna), hita og loftleysi.
NIÐURSTAÐA:
Listahátíð Hafnarfjarðar veðj-
aði á réttan hest með vali á
RATM“. Fersk, skapandi hljóm-
sveit á uppleið eða nýkomin á
tindinn virðist draga að sér 4-5
þúsund gesti. Reynslan sýnir
það („Led Zeppelin" og „Deep
Purple“ um 1970, „Stranglers"
og „Clash" um 1980). Gamlar
þreytulegar hljómsveitir á
fallanda fæti eru varasamari.
(„Jethro Tull“, „Black Sabbath",
„Status Quo“ o.fl.).
Skipulagning og varsla voru
til fyrirmyndar. Landsbyggðarfólk
kvartaði þó undan því að geta
ekki tryggt sér aðgöngumiða
heima fyrir. Þeir áhugasömustu
urðu að koma degi fyrr en ella á
höfuðborgarsvæðið til að ná í
miða þegar Ijóst var að uppselt
yrði á hljómleikana.
AE) ÖÐRU LEYTI:
Hafi Listahátíð Hafnarfjarðar
þökk fyrir áhugaverðustu og
best heppnuðu hljómleika er-
lendrar hljómsveitar hérlendis
síðan „Clash“ fyllti Laugardals-
höllina 1980.
POPPSTJÖRNURNAR
FYLGJAST VEL MEÐ
ÆSKUNNI
Islenskar rokkstjörnur
fylgjast vel með Æskunni.
Ótal dæmi staðfesta það.
Hér skulu nokkur nefnd til
gamans:
*Nýverið fjallaði nýrokkar-
inn Gunnar Hjálmarsson
(fyrirliði S-h draums og
Bless) um hljómsveitina
Stjórnina í Pressunni. Þar
staðhæfði hann að vegg-
mynd úr Æskunni af „Jet
Black Joe“ skreytti nú
herbergi ungs fólks í stað
Æskumyndar af Stjórn-
inni.
*Um síðustu áramót
stóðu Sykurmolarnir fyrir
mikilli skemmtun. Meðal
auglýstra skemmtiatriða
var val á „baksíðustúlku
Æskunnar" í umsjón leik-
ara úr kvikmyndinni
Sódómu Reykjavíkur.
Tímaritið Æskan kom
reyndar hvergi nálægt
þessari skemmtun. Syk-
urmolarnir tóku nafnið
bara traustataki þessa
kvöldstund án þess að
spyrja kóng eða prest.
Það er Æskunni auðvitað
upphefð að vera hampað
á saklausri skemmtun hjá
heimsfrægum skemmti-
kröftum. Hvað segir ekki
máltækið: „Tungunni er
tamast það sem hjartanu
er kærast."
*Um daginn kom út plat-
an „Saga rokksins" með
rokksveitinni „Ham“.
Poppþættinum var gefin
þessi skýring á nafni plöt-
unnar:
Liðsmenn sveitarinnar
voru einu sinni sem oftar
að lesa framhaldsþáttinn
„Sögu rokksins" í Æsk-
unni. Þá verður einum
þeirra að orði: „Hvernig
er það, fer ekki að koma
að kynningu á framlagi
„Ham“ til sögu rokksins?"
Eftir nokkrar vangaveltur
komust þeir að þeirri nið-
urstöðu að óralöng bið
yrði á því. Þeir ákváðu þá
að bæta úr því á þann
hátt að gefa plötunni nafn
í höfuðið á „Sögu rokks-
ins“.
4 4 Æ S K A N