Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 39

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 39
Platan „3 Years“ með „Arrested Development“ hefur verið á lista yfir 100 söluhæstu plöturnar í Bandaríkjun- um i hálft annað ár. Fyrir jólin skaust „Erotica“ með Madonnu upp fyrir hana en laut fljótlega i lægra haldi. Undan- farna mánuði hefur „3 Years“ verið 100 sætum ofar en „Erotica“ á listanum. Líkur benda til að plata Bjarkar Guðmundsdóttur seljist í 300 þúsund eintökum í Bretlandi. Það er þreföld gullplata. Sala í Bandaríkjun- um og annars staðar í heim- inum er óviss þegar þetta er skrifað. Ýmislegt bendir til að möguleikar Bjarkar séu tölu- verðir í Bandaríkjunum. Til að mynda verður gerður óraf- magnaður („unplugged") þáttur með henni í sjónvarps- stöðinni MTV í vetrarbyrjun, sams konar þeim sem var gerður með Eric Clapton, „Arrested Development", R.E.M og Rod Stewart. Þá verða margra blaðsíðna við- töl við hana í tímaritum á borð við „Rolling Stone“ og „Vogue“. Björk er orðin heimsfræg hvernig sem sala á plöturini hennar fer. Hvaða mælikvarði er plötusala annars á vinsældir? Er Madonna vinsælli en „Arrested Development" svo að dæmi sé tekið? Flestir svara þessu áreiðanlega ját- andi. Þlatan „3 Years" með A.D. hefur samt selst þriðjungi Madonna er áberandi i fjölmiðlum. betur en „Erotica" með Madonnu! Þó að „3 Years“ hafi selst betur þá náði „Erotica" víða um heim í efsta eða næst efsta sæti vinsældalistanna. „3 Years“ náði í fæstum löndum ofar en í 5.-7. sætið. Annað dæmi: Riatan „Metallica" með samnefndri hljómsveit hefur selst þrefalt betur en „Automatic For The Þeople" með R.E.M. Engu að síður má ráða af útvarpi og blaðaumfjöllun að R.E.M. sé vinsælli hljómsveit en Metall- ica. Þriðja dæmið: Platan „She is the Boss“ með Mick Jag- ger, söngvara „Rolling Sto- nes“, seldist í 500 þúsund eindtökum. Plötur hljóm- sveitar Davíðs Bowies, „Tin machine", náðu ekki 200 þúsund eintaka sölu. Til samanburðar má nefna að platan „Thriller" með Michael Jackson seldist í 45 milljón- um eintaka! Eldri plötur Metallicu hafa selst í 5-6 milljónum eintaka. Sú nýjasta fer eflaust yfir 10 milljón ein- tök eins og „Joshua Tree“ með U2 og „Legend“ með Bob Marley. POPPOETRAUN Heimilisfang: Aldur: Eftirlætis-poppstjarna/hljómsveit: Nafn mitt er: Hér eru settar fram þrjár fullyrðingar. Þú merkir við hvort þær eru réttar eða rangar. Dregið verður úr réttum lausnum og einn þátttakandi fær send verð- laun. Jafnframt verður eftir- lætis-poppstjarna/hljóm- sveit hans kynnt í Popp- þættinum. 1. Söngkona „Todmobile", Andrea Gylfadóttir, og söngvari S.S. Sólar, Helgi Björnsson, voru bæði í vestfirsku hljómsveitinni Grafík. □ Rétt □ Rangt 2. Austfirska rokksveitin Sú Ellen er frá Höfn í Hornafirði. □ Rétt □ Rangt 3. Gítarleikari Arkarinnar hans Nóa, Sævar Árna- son, er stjúpfaðir Bjarkar Guðmundsdóttur. □ Rétt □ Rangt Æ S K A N 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.