Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 8
KflSTA ÞVI EKKI A GLÆ
Rætt viffl Arnar Frey Ólafsson afreksmann í sundi
Ljósmyndir: Bylgja Matthíasdóttir.
isdóttir.
Hann hlaut flesta verðlaunapen-
inga allra keppenda á smáþjóða-
leikunum á Möltu í sumar - sex
gullverðlaun, ein silfur- og tvö
bronsverðlaun!
Á Evrópumeistaramótinu tveimur
mánuðum síðar setti hann ís-
landsmet í200 m flugsundi og
200 m fjórsundi - enda þótt hann
hefði „rýrnað“, eins og hann seg-
ir sjálfur, um sjö kg vegna maga-
eitrunar sem margir íslensku
keppendurnir fengu á Möltu og
hrjáði þá lengi.
Arnar Freyr Ólafsson er glaðlegur
og vasklegur piltur - sem Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir sund-
JJjJ
A J-JííJj'jJJÍJíJJ
Arnar Freyr kom ásamt tveim
systkinum sínum til viðtals við mig
1988 (sjá 6. tbl. á því ári). Þá höfðu
þau oftar orðið en hann enda
nokkrum árum eldri og höfðu frá
fleiru að segja. Nú jafna ég dæmið
með því að spjalla við hann einan.
Ég spyr fyrst hvenær hann hafi
byrjað að æfa sund ...
„Þegar ég var átta ára, 1982.
Laugin í Þorlákshöfn var ekki geró
fyrr en 1981 og þá fór mamma að
segja systkinum mínum til - Magn-
úsi, Bryndísi og Hugrúnu. Við Hug-
rún gátum byrjað að æfa af krafti á
heppilegum aldri en hin hefðu mátt
byrja eilitlu fyrr en þau gerðu. En
þau eru öll margfaldir íslandsmeist-
arar - og -methafar. Hugrún hætti
að keppa 1988; Magnús tók sér hlé í
sumar en byrjar væntanlega aftur að
æfa í haust.“
- Þau Bryndís voru með á smá-
þjóðaleikunum í vor...
„Já, já. Bryndís fékk sjö gullverð-
laun; Magnús sex gull- og ein brons-
verðlaun."
- í hvaða greinum keppir þú?
„Ég hef keppt í flestum greinum
en aðalgreinar mínar eru 200 m og
400 m fjórsund. Þá syndir maður
fjóra jafnlanga spretti - bringu-, bak,
skrið- og flugsund. Ég syndi helst
Á verðlaunapalli á smáþjóða-
leikunum á Möltu
Arnar Freyr Ólafsson: „Ég hvet alla krakka til að halda áfram að stunda iþróttir, hvort
sem þeir eru í fremstu röð eða ekki. “
8 Æ S K A N