Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 16
-v=- Siggi kom hlaupandi inn til mömmu sinnar með öndina í hálsinum: „Mamma, mamma! Ég velti stiganum sem pabbi reisti upp að húsveggnum." „Vertu rólegur, Siggi minn! Hann pabbi þinn tekur sjálf- sagt ekki hart á því ef þú segir honum frá því sjálfur." „Já, en hann veit hvað ég gerði því að hann hangir í þakrennunni!“ & Halldór: Ég veðjaði við mann um að ég skyldi ekki bragða mat í fjórtán daga og ekki sofa í fjórtán nætur. Jón: Þú hlýtur að hafa tapað því! Halldór: Ónei! Ég vann því að ég borðaði á næturnar en svaf á daginn! & Páll litli stóð fyrir utan fílabúr- ið og fylgdist með dýrunum. Allt í einu hrópaði hann: „Pabbi, sjáðu hvernig fíllinn tekur molana upp með ryksugunni sinni!" & Mamma: Ef þú ert óþægur, Haraldur, þá kemstu aldrei í himnaríki! Haraldur: Þá það! í fyrrakvöld fór ég í tívolí og í gærkvöldi í bíó. Ég get ekki ætlast til þess að fá að vera alls stað- ar! <2> Maður kom til tannlæknis og bað hann að dragaa úr sér tennur. Átti að svæfa hann fyrir aðgerðina. Þegar að því kom tók hann veski sitt og fór að grúska í því. Þá sagði læknirinn: „Þú átt ekki að borga mér strax. Ég tek aldrei við greiðslu fyrir fram.“ „Það ætlaði ég ekki að gera,“ svaraði maðurinn. „Ég var bara að athuga hve mikið væri í veskinu áður en þú svæfðir mig.“ & í Englandi var greifi nokkur sem aldrei kom til kirkju. Hann var á ferð og reið fram hjá presti sem sagði vinnu- mönnum sínum fyrir verkum. Þeir voru að ryðja og leggja veg. „Þér gerið vel,“ sagði greifinn við prestinn, „að gera veginn greiðari fyrir okkur; en þó er þetta ekki vegurinn tii Para- dísar.“ „Nei, herra greifi," svaraði prestur. „Þá hefði ég nú ekki fundið yður á honurn!" & Móðir nokkur kenndi ungum syni sínum ýmis heilræði. Eitt þeirra var þetta: Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur gert í dag. „Marnrna," sagði drengurinn, „þá skulum við Ijúka núna við það sem eftir var af kökunni!" & Jón: Hundurinn minn er afar vitur. Ef ég gleymi að gefa honum mat þá hleypur hann út og sækir blóm og leggur við fætur mínar. Helgi: Hvernig sýnir það vit hans? Jón: Blómið, sem hann færir mér, heitir Gleym-mér-ei! ■v^ Soffía litla: Mamma, hafa fiskarnir nef? Mamma: Nei, barnið mitt. Soffía: Fá þeir þá aldrei kvef? Mamma: Nei, nei. Soffía: Þurfa þeir þá aldrei að nota vasaklúta? Mamma: Nei, aldrei. Soffía: Ég vildi að ég væri fiskur. Kennarinn: Þú skilur það væntanlega, Einar, að mér líður illa engu síður en þér þegar ég verð að láta þig sitja eftir í skólanum. Einar: Já, kennari, þess vegna tek ég mér það ekki eins nærri! •&- Kennarinn: Hvers vegna komstu ekki I enskutíma í gær, Jóhann? Jóhann: Það hefði ekki verið til neins því að ég var svo kvefaður að ég gat varla tal- að íslensku, hvað þá ensku! Kennarinn: Hve mörg bein eru í líkama þínum? Sveinn: 209. Kennarinn: Ekki er það rétt hjá þér. Það eru ekki nema 208 bein í mannslíkamanum. Sveinn: Ég vissi það en ég gleypti fiskbein í morgun og hélt að ég ætti að telja það líka. & Þrír Molbúar voru einu sinni á ferð við sólarlag. Þeir ræddu um hvernig á því stæði að sólin kæmi alltaf upp í austri en gengi undir í vestri. Einn þeirra sagði: „Það stafar af því að hún gengur undir jörðinni á nótt- unni.“ „Nei, sagði annar, „hún fer svo langt norður á bóginn að við sjáum hana ekki.“ „Þið eruð báðir kjánar," mælti sá þriðji. „Hún fer auð- vitað til baka á nóttunni sömu leið og á daginn en þá er svo dimmt að við getum ekki séð hana!“ Ungur drengur: Hvernig er hægt að verða svona gam- all? Gamall maður: Með því að fæðast nógu snemma. ^> Drengur: Pabbi minn er heilu höfði hærri en pabbi þinn! Annar drengur: En pabbi minn er heilum maga gildari en pabbi þinn! Pabbi: Hvað viltu, Áki minn? Þú veist að þú mátt ekki trufla mig við vinnu. Áki: Ég ætla bara að bjóða þér góða nótt, pabbi minn. Pabbi: Láttu það heldur bíða þangað til snemma í fyrra- málið. &&&&& : : 7 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.