Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1993, Page 16

Æskan - 01.07.1993, Page 16
-v=- Siggi kom hlaupandi inn til mömmu sinnar með öndina í hálsinum: „Mamma, mamma! Ég velti stiganum sem pabbi reisti upp að húsveggnum." „Vertu rólegur, Siggi minn! Hann pabbi þinn tekur sjálf- sagt ekki hart á því ef þú segir honum frá því sjálfur." „Já, en hann veit hvað ég gerði því að hann hangir í þakrennunni!“ & Halldór: Ég veðjaði við mann um að ég skyldi ekki bragða mat í fjórtán daga og ekki sofa í fjórtán nætur. Jón: Þú hlýtur að hafa tapað því! Halldór: Ónei! Ég vann því að ég borðaði á næturnar en svaf á daginn! & Páll litli stóð fyrir utan fílabúr- ið og fylgdist með dýrunum. Allt í einu hrópaði hann: „Pabbi, sjáðu hvernig fíllinn tekur molana upp með ryksugunni sinni!" & Mamma: Ef þú ert óþægur, Haraldur, þá kemstu aldrei í himnaríki! Haraldur: Þá það! í fyrrakvöld fór ég í tívolí og í gærkvöldi í bíó. Ég get ekki ætlast til þess að fá að vera alls stað- ar! <2> Maður kom til tannlæknis og bað hann að dragaa úr sér tennur. Átti að svæfa hann fyrir aðgerðina. Þegar að því kom tók hann veski sitt og fór að grúska í því. Þá sagði læknirinn: „Þú átt ekki að borga mér strax. Ég tek aldrei við greiðslu fyrir fram.“ „Það ætlaði ég ekki að gera,“ svaraði maðurinn. „Ég var bara að athuga hve mikið væri í veskinu áður en þú svæfðir mig.“ & í Englandi var greifi nokkur sem aldrei kom til kirkju. Hann var á ferð og reið fram hjá presti sem sagði vinnu- mönnum sínum fyrir verkum. Þeir voru að ryðja og leggja veg. „Þér gerið vel,“ sagði greifinn við prestinn, „að gera veginn greiðari fyrir okkur; en þó er þetta ekki vegurinn tii Para- dísar.“ „Nei, herra greifi," svaraði prestur. „Þá hefði ég nú ekki fundið yður á honurn!" & Móðir nokkur kenndi ungum syni sínum ýmis heilræði. Eitt þeirra var þetta: Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur gert í dag. „Marnrna," sagði drengurinn, „þá skulum við Ijúka núna við það sem eftir var af kökunni!" & Jón: Hundurinn minn er afar vitur. Ef ég gleymi að gefa honum mat þá hleypur hann út og sækir blóm og leggur við fætur mínar. Helgi: Hvernig sýnir það vit hans? Jón: Blómið, sem hann færir mér, heitir Gleym-mér-ei! ■v^ Soffía litla: Mamma, hafa fiskarnir nef? Mamma: Nei, barnið mitt. Soffía: Fá þeir þá aldrei kvef? Mamma: Nei, nei. Soffía: Þurfa þeir þá aldrei að nota vasaklúta? Mamma: Nei, aldrei. Soffía: Ég vildi að ég væri fiskur. Kennarinn: Þú skilur það væntanlega, Einar, að mér líður illa engu síður en þér þegar ég verð að láta þig sitja eftir í skólanum. Einar: Já, kennari, þess vegna tek ég mér það ekki eins nærri! •&- Kennarinn: Hvers vegna komstu ekki I enskutíma í gær, Jóhann? Jóhann: Það hefði ekki verið til neins því að ég var svo kvefaður að ég gat varla tal- að íslensku, hvað þá ensku! Kennarinn: Hve mörg bein eru í líkama þínum? Sveinn: 209. Kennarinn: Ekki er það rétt hjá þér. Það eru ekki nema 208 bein í mannslíkamanum. Sveinn: Ég vissi það en ég gleypti fiskbein í morgun og hélt að ég ætti að telja það líka. & Þrír Molbúar voru einu sinni á ferð við sólarlag. Þeir ræddu um hvernig á því stæði að sólin kæmi alltaf upp í austri en gengi undir í vestri. Einn þeirra sagði: „Það stafar af því að hún gengur undir jörðinni á nótt- unni.“ „Nei, sagði annar, „hún fer svo langt norður á bóginn að við sjáum hana ekki.“ „Þið eruð báðir kjánar," mælti sá þriðji. „Hún fer auð- vitað til baka á nóttunni sömu leið og á daginn en þá er svo dimmt að við getum ekki séð hana!“ Ungur drengur: Hvernig er hægt að verða svona gam- all? Gamall maður: Með því að fæðast nógu snemma. ^> Drengur: Pabbi minn er heilu höfði hærri en pabbi þinn! Annar drengur: En pabbi minn er heilum maga gildari en pabbi þinn! Pabbi: Hvað viltu, Áki minn? Þú veist að þú mátt ekki trufla mig við vinnu. Áki: Ég ætla bara að bjóða þér góða nótt, pabbi minn. Pabbi: Láttu það heldur bíða þangað til snemma í fyrra- málið. &&&&& : : 7 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.