Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 49
í SKÁmUtÁiLM f SKVsmmAL
Skátakakó fyrir tvo:
2 msk. kakó - 2 msk sykur
1 dl vatn - 4 dl mjólk
örlítið salt.
Kakó og sykur er hrært saman í
potti og vatninu bætt út í. Síðan er
það hitað og hrært þar til sýður. Þá
er mjólkin sett út í og þegar sýður
aftur er bætt út í sykri eftir smekk,
svo og salti. Mörgum þykir gott að
setja smjörklípu út í, einkum í köld-
um vetrarferðum.
Um hádegið áttum við að vera búin
til brottfarar svo að við flýttum okkur
að taka til og koma okkur í rútuna.
Ferðinni var svo heitið heim eftir vel
heppnaða útilegu.
Hjördís Dögg Grímarsdóttir.
Hæ!
Ég ætla að segja frá útilegu
skátaflokksins Tjúlla á Akranesi í
skátaskálanum í Skorradal.
Við fórum niður í skátahúsið og
biðum þar eftir rútunni. Biðin varð
dálítið löng því að alltaf var verið að
fresta brottförinni vegna þess að
það var hellirigning og þrumur og
eldingar. Það endaði með því að á-
kveóið var að fara daginn eftir. Sum-
ir fóru heim en aðrir urðu eftir og
ætluðu sér að gista í skátahúsinu.
Við skemmtum okkur eins og sannir
skátar gera. Loks komst á ró og
skátarnir sofnuðu.
Morguninn eftir var komið gott
veður. Við lögðum snemma af stað
og tveir aðrir flokkar fengu að fara
með okkur. Bíllinn sat fastur svo að
við þurftum að labba niður í skálann.
Við vorum tuttugu mínútur á leiðinni
þangað.
Við byrjuðum á því að fá okkur að
borða. Eftir matinn var ákveðið að
fara í fjallgöngu. Til gamans tókum
við plastpoka með svo að við gæt-
um rennt okkur niður. Við vorum þrjá
tíma á leiðinni upp. Þegar við vorum
komin dálítið langt upp í hlíðina var
snjórinn orðinn sleipur og þokan
mikil. Ef við hefðum farið lengra
hefðum við getað villst. Við renndum
okkur því niður. Það var svolítið vont
að rekast á stein en fjallaferðin var
Hér er kvöldvaka og þeir Einar Mýrdal,
Einar Ottó og Bjarki eru að syngja.
eftir var frítími. Þá var tekinn upp
gítar og sungin nokkur lög. Margir
voru þreyttir eftir gönguna svo að
þeir lögðu sig.
Þegar leið á daginn var sveitar-
foringinn með dagskrá fyrir léskát-
ana. Þeir áttu að læra skyndihjálp.
Eldri skátarnir sáu um að skipta í
hópa og koma þeim í réttar stöður.
Léskátarnir voru fljótir að læra svo
aó við kenndum þeim að bregðast
rétt við þegar einhver slasast. Þá
þurfti krakka til að leika slasað fólk.
Við vorum látin liggja úti og bíða eft-
ir hjálp. Þegar æfingunum lauk voru
margir orðnir svangir svo að við eld-
uðum mat. Eftir matinn héldum við
kvöldvöku. Það voru sýnd leikrit,
farið í leiki og sungið.
Síðan buðu foringjarnir okkur að
fara í næturleik. Það var farið upp í
fjall í leit að ræningjum. Eldri skát-
arnir léku þá. Eftir mikla leit fundum
við þá loks. Og þá voru allir orðnir
þreyttir. Við fórum inn og þeint í
pokana okkar. Það voru sagðar
draugasögur og fyrr en varði voru
allir sofnaðir.
Sólin skein og nýr dagur rann.
það skemmtileg að við tókum varla
eftir því.
Við fengum okkur heitt kakó og
kex þegar við komum í skálann. Á
Á kvöldvökunni
i Öskjuhlíð
J *J it JÚL=2 J 'J '/.UíilZLLl 'Ji t
JJti
Skátafélögin í Rekjavík ætluðu
að kveikja varðeld í sunnanverðri
Öskjuhlíð í júní síðastliðnum.
Varðeldurinn breyttist í kvöldvöku
vegna þess að ekki fékkst leyfi til
að kveikja í bálkestinum. Skátarn-
ir létu það ekki á sig fá að þeir
fengu ekki að hafa logandi eld að
ylja sér við.
Þarna voru samankomnir skát-
ar sem stefndu allir á landsmótið í
Kjarnaskógi, „ÚT í VERÖLD
BJARTA“. Við varðeldinn var
sungið og leikið eins og skáta er
háttur. Eftir hann var boðið upp á
skátakakó.
Æ S K A N S 3