Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 43
ISLENSK BORN
í ÚTLÖNDUM
's9eirsc/óttir
Kæra Æska!
Ég heiti íris Ásgeirsdóttir. Ég er
fædd í Lúxemborg 1. desember
1981 og er því ell-
efu ára. Foreldrar
mínir hafa átt
heima í Lúxemborg
síðan 1971. Pabbi
minn er flugvélstjóri
hjá flugfélaginu
„Cargolux".
Við eigum heima í
litlu þorpi sem heitir
Niederanven og er 10
km frá höfuðborginni,
Lúxemborg.
í skólanum mínum
eru tvær aðrar íslenskar
stelpur. Þær heita Tinna
Pétursdóttir og Ásta
Sigþórsdóttir. í bekknum
mínum eru krakkar frá
sex löndum: íran, Portú-
gal, Ítalíu, Frakklandi,
Bandaríkjunum og Lúx-
emborg.
Ég er í skólanum sex daga í viku;
þrjá daga frá 8 til 11.45 og hina þrjá
einnig eftir hádegi, 13.45 til 15.45.
Sumarfríið er bara tveir mánuðir en á
u.þ.b. sex vikna fresti er viku frí
nema tvær vikur um jól og páska.
Mest áhersla er lögð á reikning,
þýsku og frönsku. En við lærum líka
kristinfræði, náttúrufræði, landafræði
og sögu.
Þar sem ég hef alltaf átt heima í
Lúxemborg get ég sjálf ekki lýst
mun á því að vera í skóla hér og á
íslandi. En ég þekki krakka sem hafa
verið í skóla á íslandi og segja að
hér sé miklu strangari agi en þar.
Hér fara flestir með skólabílnum
en stundum hjóla ég í skólann. Ég á
vinkonur sem eru í sama skóla og ég
- og líka vinkonur sem eiga heima í
sömu götu en eru í Evrópuskólan-
um. Maður býður vinkonum sínum
að koma og leika við sig. Þær eru
svo sóttar á tilteknum tíma.
Jafnaldrar mínir hér
eru að mörgu leyti líkir
krökkum á íslandi. Ég
held samt að þið njótið
meira frelsis en við.
Maður fer t.d. ekki einn
niður í bæ heldur
verður að fylgja manni
og aka hvert sem ætl-
að er.
í skólum í Lúxem-
borg er ekki lögð
eins mikil áhersla á
íþróttir og á íslandi.
En ég æfi listdans á
skautum. Ég er í
skautafélagi og í
því eru tvær ís-
lenskar stelpur,
Vera Ásgeirsdótt-
ir 14 ára og Ásta
Sigþórsdóttir 10 ára. Ég
æfi 4-5 daga í viku, bæði í hópæf-
ingum og einkatímum. Mér þykir
þetta mjög gaman - en stundum líka
erfitt. Ég hef nokkrum sinnum tekið
þátt í keppni, í Lúxemborg, Þýska-
landi og Belgíu.
Ég er líka í dansskóla og að læra
á píanó. Ég hef farið í reiðskóla, á
skíði til Austurríkis og leikið tennis.
Ég hef ferðast mikið með fjölskyldu
minni, t.a.m. um Evrópu, til Banda-
ríkjanna og um Austurlönd.
Ég hlakka alltaf til þess að koma
til íslands á sumrin. Þá sé ég ömmur
mínar og afa og annað skyldfólk og
vini. Við ferðumst líka um landið og
stundum förum við í útilegur og sof-
um þá í tjaldi. Mér finnst alltaf dálítið
einkennilegt að það skuli vera bjart
alla nóttina.
Það er amma mín sem gefur mér
áskrift að Æskunni. Mér finnst Æsk-
an vera skemmtilegt blað og hlakka
alltaf til þegar hún kemur.
Kær kveðja til allra á íslandi!
Iris Ásgeirsdóttir,
10, rue Renest -
6944 Niederanven,
Lúxemborg.
Litli leikklúbburinn Spuni. íslensk börn í Lúxemborg æfa söngva og leikrit til flutnings
á þjóðhátiðardeginum, 17. júní. íris er önnur frá hægri í miðröð.
Æ S K A N 4 7