Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 43

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 43
ISLENSK BORN í ÚTLÖNDUM 's9eirsc/óttir Kæra Æska! Ég heiti íris Ásgeirsdóttir. Ég er fædd í Lúxemborg 1. desember 1981 og er því ell- efu ára. Foreldrar mínir hafa átt heima í Lúxemborg síðan 1971. Pabbi minn er flugvélstjóri hjá flugfélaginu „Cargolux". Við eigum heima í litlu þorpi sem heitir Niederanven og er 10 km frá höfuðborginni, Lúxemborg. í skólanum mínum eru tvær aðrar íslenskar stelpur. Þær heita Tinna Pétursdóttir og Ásta Sigþórsdóttir. í bekknum mínum eru krakkar frá sex löndum: íran, Portú- gal, Ítalíu, Frakklandi, Bandaríkjunum og Lúx- emborg. Ég er í skólanum sex daga í viku; þrjá daga frá 8 til 11.45 og hina þrjá einnig eftir hádegi, 13.45 til 15.45. Sumarfríið er bara tveir mánuðir en á u.þ.b. sex vikna fresti er viku frí nema tvær vikur um jól og páska. Mest áhersla er lögð á reikning, þýsku og frönsku. En við lærum líka kristinfræði, náttúrufræði, landafræði og sögu. Þar sem ég hef alltaf átt heima í Lúxemborg get ég sjálf ekki lýst mun á því að vera í skóla hér og á íslandi. En ég þekki krakka sem hafa verið í skóla á íslandi og segja að hér sé miklu strangari agi en þar. Hér fara flestir með skólabílnum en stundum hjóla ég í skólann. Ég á vinkonur sem eru í sama skóla og ég - og líka vinkonur sem eiga heima í sömu götu en eru í Evrópuskólan- um. Maður býður vinkonum sínum að koma og leika við sig. Þær eru svo sóttar á tilteknum tíma. Jafnaldrar mínir hér eru að mörgu leyti líkir krökkum á íslandi. Ég held samt að þið njótið meira frelsis en við. Maður fer t.d. ekki einn niður í bæ heldur verður að fylgja manni og aka hvert sem ætl- að er. í skólum í Lúxem- borg er ekki lögð eins mikil áhersla á íþróttir og á íslandi. En ég æfi listdans á skautum. Ég er í skautafélagi og í því eru tvær ís- lenskar stelpur, Vera Ásgeirsdótt- ir 14 ára og Ásta Sigþórsdóttir 10 ára. Ég æfi 4-5 daga í viku, bæði í hópæf- ingum og einkatímum. Mér þykir þetta mjög gaman - en stundum líka erfitt. Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í keppni, í Lúxemborg, Þýska- landi og Belgíu. Ég er líka í dansskóla og að læra á píanó. Ég hef farið í reiðskóla, á skíði til Austurríkis og leikið tennis. Ég hef ferðast mikið með fjölskyldu minni, t.a.m. um Evrópu, til Banda- ríkjanna og um Austurlönd. Ég hlakka alltaf til þess að koma til íslands á sumrin. Þá sé ég ömmur mínar og afa og annað skyldfólk og vini. Við ferðumst líka um landið og stundum förum við í útilegur og sof- um þá í tjaldi. Mér finnst alltaf dálítið einkennilegt að það skuli vera bjart alla nóttina. Það er amma mín sem gefur mér áskrift að Æskunni. Mér finnst Æsk- an vera skemmtilegt blað og hlakka alltaf til þegar hún kemur. Kær kveðja til allra á íslandi! Iris Ásgeirsdóttir, 10, rue Renest - 6944 Niederanven, Lúxemborg. Litli leikklúbburinn Spuni. íslensk börn í Lúxemborg æfa söngva og leikrit til flutnings á þjóðhátiðardeginum, 17. júní. íris er önnur frá hægri í miðröð. Æ S K A N 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.