Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 18

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 18
Þið kannist við Ijóðlínuna „Svífðu seglum þöndum" úr Ijóðinu Sigling eftir Örn Arnarson. Þar er ort um seglbát. Nú sigla ýmsir á bretti með einu segli. Þið þekkið það - að minnsta kosti úr kvikmyndum. En hérlendis hafa ekki margir stundað þá íþrótt. í sumar var námskeið í seglbrettasiglingum á Hafravatni. Tveir ungir menn, Valdimar Kr. Hannesson og Rúnar Ómarsson, ráku skól- ann fyrir Mosfellsbæ. Á daginn kenndu þeir krökkum allt frá ellefu ára aldri en fullorðnum á kvöldin. Þátttaka var mjög góð og ákveðið hefur verið að efna aftur til námskeiða næsta sumar. Hvert námskeið var í fimm daga. Ýmis undir- stöðuatriði eru kennd í þrjá daga en æfingar stundaðar í tvo daga. Nemendur fengu bók- leg kennslugögn og afnot af útbún- aði - þurrbúningum, sérstökum skóm og flotvestum. Leiðbeinendur voru á vélbáti til að geta aðstoðað siglingamennina ef þörf yrði á en svo reyndist aldrei. Valdimar og Rúnar segja að ekki sé eins dýrt að stunda þessa íþrótt og margir haldi; hægt sé að kaupa notaðan búnað fyrir 40 þúsund krónur - bretti, segl, mastur, bómu og galla. FÓRUM AÐ SIGLA Á ÖÐRUM DEGI Fjórir krakkar, sem sigldu á segl- brettum í sumar og leiðbeinendurnir bentu mér á, reyndust fúsir til að segja okkur frá sér og námskeiðun- um. Það voru Valdimar Geir Hall- dórsson, Sigurður Rúnar Magnús- son, Gerður Sigurbjörnsdóttir og Helga Hreiðarsdóttir. Stúlkurnar eru báðar úr Mosfells- bæ, fæddar 1978. Þær sáu auglýsingu um nám- skeiðið í skólanum og á- kváðu að taka þátt í því til að reyna nýja íþróttagrein. - Voruð þið ekki smeykar við að byrja að sigla? „Nei, nei. Við fórum strax á öðrum degi á flot. En við vor- um ekki nógu vanar handtökunum og það þurfti að draga okkur í land! Næsta dag gekk okkur betur. Síð- ustu tvo dagana, serrí við áttum að sigla, var logn og þá svífur brettið ekki! En við fengum að koma aftur seinna þegar blés nógu vel.“ - Er fólk ekki alltaf að missa brett- in á hliðina og detta í vatnið? „Þegar maður er að byrja kemur það oft fyrir. En það er allt í lagi. Þá er togað í band til að rétta brettið við. - Já, við gátum það auðveld- lega.“ - Er fólk alltaf þurrt í þess- um búningum? „Búningarnir, sem við feng- um, voru þéttir svo að okkur varð ekki kalt - nema á fingr- unum.“ - Voruð þið í vinnu í sumar? „Já, við vorum í unglinga- vinnunni - við að raka og reyta arfa.“ - Ferðuðust þið eitthvað? Gerður: Já, ég fór með fjöl- skyldu minni um hálendið um Verslunar- mannahelgina - inn í Land- mannalaugar og víðar. Við förum oft um landið og upp um fjöll. Helga: Ég fór austur að Höfn í Hornafirði og var í sumarbú- stað þar í grennd í viku. - Hver eru aðal-áhugamál ykkar? Helga: Knattspyrna. Ég leik með 2. flokki Aftureldingar. Gerður: Skíðaferðir. - Hlustið þið mikið á tónlist? „Já, já. Við erum alætur á tónlist en dáum enga sérstaka." - Eigið þið einhver eftirlætis-dýr? Svifið um Hafravatn. 18 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.