Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 18
Þið kannist við Ijóðlínuna „Svífðu
seglum þöndum" úr Ijóðinu Sigling
eftir Örn Arnarson. Þar er ort um
seglbát. Nú sigla ýmsir á bretti með
einu segli. Þið þekkið það - að
minnsta kosti úr kvikmyndum. En
hérlendis hafa ekki margir stundað
þá íþrótt.
í sumar var námskeið
í seglbrettasiglingum á
Hafravatni. Tveir ungir
menn, Valdimar Kr.
Hannesson og Rúnar
Ómarsson, ráku skól-
ann fyrir Mosfellsbæ. Á
daginn kenndu þeir
krökkum allt frá ellefu
ára aldri en fullorðnum
á kvöldin. Þátttaka var
mjög góð og ákveðið
hefur verið að efna aftur
til námskeiða næsta
sumar.
Hvert námskeið var í
fimm daga. Ýmis undir-
stöðuatriði eru kennd í
þrjá daga en æfingar
stundaðar í tvo daga.
Nemendur fengu bók-
leg kennslugögn og afnot af útbún-
aði - þurrbúningum, sérstökum
skóm og flotvestum. Leiðbeinendur
voru á vélbáti til að geta aðstoðað
siglingamennina ef þörf yrði á en
svo reyndist aldrei.
Valdimar og Rúnar segja að ekki
sé eins dýrt að stunda þessa íþrótt
og margir haldi; hægt sé að kaupa
notaðan búnað fyrir 40 þúsund
krónur - bretti, segl, mastur, bómu
og galla.
FÓRUM AÐ SIGLA
Á ÖÐRUM DEGI
Fjórir krakkar, sem sigldu á segl-
brettum í sumar og leiðbeinendurnir
bentu mér á, reyndust fúsir til að
segja okkur frá sér og námskeiðun-
um. Það voru Valdimar Geir Hall-
dórsson, Sigurður Rúnar Magnús-
son, Gerður Sigurbjörnsdóttir og
Helga Hreiðarsdóttir.
Stúlkurnar eru báðar úr Mosfells-
bæ, fæddar 1978. Þær
sáu auglýsingu um nám-
skeiðið í skólanum og á-
kváðu að taka þátt í því til
að reyna nýja íþróttagrein.
- Voruð þið ekki
smeykar við að byrja að
sigla?
„Nei, nei. Við fórum
strax á öðrum degi á flot. En við vor-
um ekki nógu vanar handtökunum
og það þurfti að draga okkur í land!
Næsta dag gekk okkur betur. Síð-
ustu tvo dagana, serrí við áttum að
sigla, var logn og þá svífur brettið
ekki! En við fengum að koma aftur
seinna þegar blés nógu vel.“
- Er fólk ekki alltaf að missa brett-
in á hliðina og detta í vatnið?
„Þegar maður er að byrja kemur
það oft fyrir. En það er allt í lagi. Þá
er togað í band til að rétta brettið
við. - Já, við gátum það auðveld-
lega.“
- Er fólk alltaf þurrt í þess-
um búningum?
„Búningarnir, sem við feng-
um, voru þéttir svo að okkur
varð ekki kalt - nema á fingr-
unum.“
- Voruð þið í vinnu í sumar?
„Já, við vorum í unglinga-
vinnunni - við að raka og reyta
arfa.“
- Ferðuðust
þið eitthvað?
Gerður: Já,
ég fór með fjöl-
skyldu minni
um hálendið
um Verslunar-
mannahelgina
- inn í Land-
mannalaugar
og víðar. Við
förum oft um
landið og upp
um fjöll.
Helga: Ég fór
austur að Höfn
í Hornafirði og
var í sumarbú-
stað þar í
grennd í viku.
- Hver eru
aðal-áhugamál ykkar?
Helga: Knattspyrna. Ég leik með
2. flokki Aftureldingar.
Gerður: Skíðaferðir.
- Hlustið þið mikið á tónlist?
„Já, já. Við erum alætur á tónlist
en dáum enga sérstaka."
- Eigið þið einhver eftirlætis-dýr?
Svifið um Hafravatn.
18 Æ S K A N