Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 38

Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 38
Þjóðlagasöngvararnir Joan Baez (lengst til vinstri) og Richie Havens (annar frá hægri) skemmtu á Woodstock. Hér syngja þau friðarsöng með Pétri Gabriel og söngvara R.E.M., Michael Stipe, á mannréttindahátið i fyrra. Kanadíski rokkarinn Neil Young kom í fyrsta skiptið fram með sönghópnum „Crosby, Still, Nash & Young“ á Woodstock. Hann er einn af kunnustu rokkurum heims. Á þessari nýlegu mynd sést hann (t.v.) taka lagið með Edge, gítarleikara irsku rokksveitarinnar U2. Hippamenningin náði há- marki með Woodstock-hátíð- inni 1969. Yfirskrift hátíðar- innar var „Kærleikur, friður og músík“. Þetta var þriggja daga rokk- hátíð, haldin á samnefndum stað í Nýju-Jórvík í Banda- ríkjunum. Þar skemmtu nokkrar af helstu hetjum hippapoppsins, s.s. gítarhetj- an og þungarokksfrumherjinn Jimi Hendrix, þjóðlagasöng- konan Joan Baez og sálar- fönkararnir „Sly & The Family Stone“. Einnig voru þarna kynntar margar nýjar hljóm- sveitir og nýliðar í poppinu, ásamt enskum poppurum sem höfðu ekki fram til þessa náð vinsældum í Bandaríkj- unum. Með Woodstock-hátíðinni tryggðu allir skemmtikraft- arnir nafni sínu veglegan sess og eilíft líf á popphimn- inum. Þarna kom söngsveitin 28. HLUTI UMSJON: JENS KR. GUÐMUNDSSON „Crosby, Still, Nash & (Neil) Young“ fram í fyrsta skipti, enska rokksveitin „Who“ náði loks inn á Bandaríkjamarkað og „Creedence Clearwater Revival", „Santana" og fleiri urðu ofurstjörnur á nokkrum dögum. Hátíðin var miðuð við komu 15 þúsund gesta. Þeir bjart- sýnustu gerðu ráð fyrir 25 þúsund manns. Raunin varð sú að hálf milljón manna kom! Nálægir sveitabæir fóru á kaf í mannhafi. Hrein- lætisaðstaða, svefnpláss, veit- ingasala og önnur nauðsynleg þjón- usta var strax í lamasessi. Ofan á vandræðin bættist úrhellisrigning. Undir öðrum kring- umstæðum hefði orðið neyðarástand. Illindi, áflog og önnur vandræði hefðu brot- ist út og jafnvel end- að með ó- sköpum. En það merki- lega var að hippa- stemmning- in - kærleik- urinn og friðarviðhorfið - réð ferðinni. Það kom ekki til svo mikils sem orðaskaks á milli gestanna. Þó að einn gestur rynni til í forarleðjunni og dytti á annan þá brosti fórnarlambið bara skilningsríku brosi og sagði: „Elskum friðinn, bróð- ir!“ Hluti af þessum þriggja daga hljóm- leikum var gefinn út á plötum. Fyrstu plöt- urnar náðu efsta sæti bandaríska vinsælda- listans sumarið 1970. Þær seljast enn dável. Heimildarmynd um hljómleikana hefur oft verið sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum og í sjónvarpinu. Hún fæst líka á myndbandi, bæði á leigum og í verslun- um. 4 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.