Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1993, Qupperneq 23

Æskan - 01.07.1993, Qupperneq 23
myndun hérlendis þarf að nema i fjögur ár sam- kvæmt samningi við meistara i greininni. Einnig þarf að sækja bók- legt námskeið í 3-4 mán- uði við Iðnskólann. Ljósmyndun er kennd við ýmsa skóla erlendis. Inngönguskilyrði eryfir- leitt stúdentspróf. Margir skólar og æsku- lýðsmiðstöðvar efna til námskeiða í Ijósmyndun. Þar geta 13 ára unglingar fengið margs konar leið- beiningar og fræðslu. HITT OC ÞETTA Kæra Æska! Ég vil byrja á aö þakka gott blað. Viltu birta veggmynd með einhverjum af Strand- vörðunum (helst David Hasselhoff)? Mér finnst Rósin Jónas mjög skemmtileg saga. - Verða sögur, sem áskrif- endur senda, birtar? Ég sendi þér líka sumar- Ijóð: SUMARILMUR Ég sit undir berum himni og finn ilm af nýslegnu grasinu. Ég heyri hlátur barnanna og suð í randaflugu. Það er komið sumar. Rósin Jónas. Svar: Við stefnum að því að birta veggmynd af Strandvörðum. Æskan efnir árlega til samkeppni um smásögur. Nokkrar þeirra birtast i blaðinu. Við kynnum nýja samkeppni i 8. tbl. - Framhaldssagan, Of venjulegt - eða ..., er eftir lesendur. Allir geta spreytt sig á að semja viðbót við hana (sjá bls. 24). SMÆRRA LETUR - FLEIRI MÁL! Kæra Æska! Mig langar til að bera fram eina ósk varðandi efni Æskunnar: Að þið kennduð tungumál. Það þyrfti ekki að vera meira en ein blað- síða (eða opna) með smáu letri. Þá væri best að kenna eitthvert tungumál sem fáir kunna. Sem dæmi má nefna spænsku, portú- gölsku, sænsku og ítölsku. Jafnvel mætti hafa nokkur þeirra í einu. Mér finnst Æskan ágæt en gæti þó gert betur en nú (örfáum atriðum - sérstak- lega með því að smækka letur því að þá kæmist meira efni fyrir. Stóra letrið gerirÆskuna barnalegri. Ungum krökkum finnst fínt að lesa smátt letur. Álfur. Svar: Þó að Æskan komi oft- ar út á ári en önnur tíma- rit fyrir börn og unglinga finnst okkur það of sjald- an til að raunhæft sé að kenna erlend tungumál i henni. í grunnskólum eru kennd mál sem nota- drjúgt reynist að kunna. Þess vegna er sjálfsagt að keppa að því að læra þau til hlítar og taka ótrauður til við að nema aðrar tungur þegar það býðst í mennta- og fjöl- brautaskólum. - En óþreyjufullir nem- endur eiga kost á að stunda nám í Bréfaskól- anum - sjá svar við öðru bréfi í þessum þætti. Æskan er mikið lesin af unglingum - en einnig af börnum sem eru að hefja nám í lestri. Okkur hefur þótt sanngjarnt að hafa stórt letur á þvi efni sem ætlað er þeim yngstu - en afar smátt í nokkrum þáttum sem við teljum að stálpaðir krakkar og ung- lingar lesi helst. VÍSA UM ÆSKUNA Hæ, Æska! Ég sendi hér lausnir á öllum þrautunum í 5. tbl. 1993. Mamma mín hefur verið áskrifandi að Æskunni mjög lengi. Ég les alltaf blaðið og hef alltaf jafn- gaman af því. Hér er vísa sem ég samdi sjálfur um Æskuna: Æskan mín er ofsa fín og allir lesa hana. Þaðan skín oft glettni og grín sem gleður mig að vana. Viljið þið birta fróð- leiksmola og mynd (vegg- mynd) af Magic Johnson og fleiri leikmönnum NBA- deildarinnar. Einsi kaldi. Svar: Þökk fyrir vísuna. - Röðin kemur bráðlega að töframanninum Johnson. SÖCUBROT OG TEIKNIN6AR Sæll, kæri Æskupóstur! Þökk fyrir gott blað. Ég hef mjög mikinn á- huga á bókum. Mér finnst að þið ættuð að birta kafla úr ýmsum bókum og leyfa áskrifendum að senda myndir sem tengjast efni þeirra. Mér finnst Rósin Jónas afskaplega skemmtileg. Bókaormur. Svar: Þetta er ágæt hug- mynd. Ef til vill látum við verða af því. SKRÝTLUR Æskupóstur! Ég heiti Hrefna. Ég er nýorðin sex ára. Systir mín fær blaðið á sínu nafni en við erum áskrifendur sam- an. Ég sendi þér skrýtlu: Kennarinn: Ef þú færð tíu karamellur og átt að skipta þeim jafnt milli þín og litla bróður þíns - hvað fær hann þá margar? Nemandinn: Þrjár! Kennarinn: Ha? Kanntu ekki að draga frá? Nemandinn: Jú, en það kann hann ekki. Hrefna. Æska! Ég sendi brandara: „Fjölskyldan | næsta húsi er langt frá því að vera rík,“ sagði sonur nágrannans. „Af hverju?" spurði móð- ir hans. „Það varð allt vitlaust þar þegar litli strákurinn gleypti tíkall!" „Það hefur ekki rignt í marga daga!“ sagöi Gunn- ar. „Merkilegt hve vel hefur sprottið þrátt fyrir það,“ sagði Jón. „Mig undrar það ekki. Það hefur rignt þessi ósköp á nóttunni!“ Elva. Æ S K A N 2 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.