Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Síða 4

Æskan - 01.01.1994, Síða 4
ASKRIFTARGETRAUN ÆSKUNNAR Það er gaman að vera áskrifandi að Æskunni - ekki síst þegar tæki- færi gefst til að vinna glæsilega vinn- inga fyrir rétt svör í getraun! FJÖLSKYLDUFERÐ er aðalvinningurinn. Glöggur og heppinn áskrifandi má bjóða foreldr- um sínum og einu systkini með sér í flugferð til einhvers af áfangastöðum Flugleiða á Norðurlöndum - í Fær- eyjum, Danmörku, Noregi eða Sví- þjóð. LEIKJATÖLVA af gerðinni „Sega Mega Drive“ er 2. vinningur í getrauninni. Henni fylgja tveir stýripinnar, einnig leikur með hinum vinsæla. broddgelti „Sonic“ og Aladín-leikurinn eftirsótti. ÆFINGAGALLAR í tegundinni „Russell Athletic" koma í hlut þeirra sem hreppa 3.-7. vinning. BOLI af sömu gerð hljóta þátttakendur sem fá 8.-12. vinning. TÓLF SPURNINGUM þarf að svara. Sex þeirra birtast hér á blaðsíðunni - aðrar sex í 2. tölu- blaði Æskunnar 1994 (sem kemur út 10. mars nk.) SVÖRIN má flest finna í þessum tveimur tölu- blöðum! Önnur veit eflaust einhver í fjölskyldunni. Sjálfsagt er að leita aðstoðar foreldra eða systkina ef með þarf. SENDIÐ svörin tólf öll í einu til Æskunnar eftir að 2. tbl. kemur út. Merkið bréfin þannig: Áskriftargetraun Æskunnar, pósthólf 523, 121 Reykjavík. FYRRI HLUTI ASKRIFTARGETRAUNAR ÆSKUNNAR 1994 1. Hver var kjörinn íþróttamaður ársins 1993 á íslandi? 2. Hver hlaut 1. verðlaun í uppfinningakeppninni 1993? 3. Hvað heita systkinin í teiknimyndasögunni, Það er þjóðráð!? 4. Hve mörg ár verða liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins þegar við höldum þjóðhátíð 17. júní í sumar? 5. Hver reyndist vinsælasti íslenski íþróttamaðurinn í könnun Æskunnar í fyrrahaust? 6. Hvað nefnist verðlaunasagan í samkeppni Æskunnar 1993? 4 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.