Skírnir - 01.01.1923, Síða 10
Skirnir]
Hagnús Stephensen.
3
1731, sama ár og Ólafur stiptamtmaður sonarsonur hans
fæddist. Faðir Ólafs prófasts var Guðmundur bóndi á
Siglunesi í Vaðlaþingi. Kona Guðmundar var Sigríður
dóttir Asgríms skálds í Höfða Magnússonar. Ásgrímur
skáld lézt 1679, en Guðmundur á Siglunesi druknaði 1664.
Foreldrar Guðmundar voru þau Jón Guðmundsson bóndi
i Siglunesi og Steinvör Ólafsdóttir kona bans, og verður
karlleggur sá ekki rakinn leingra. Jón Guðmundsson og
Steinvör bjuggu á Siglunesi 1634. Þá var síra Guðmund-
ur Erlendsson prestur í Grímsev. Lenti hann þá á út-
hallanda vetri í sjóvolki miklu á leið til Grímseyjar, en
náði í hrakningi þeim lífi og landi um nótt við Dalbæ
fyrir Ulfsdölum. Þá bjó í Dalbæ maður sá, er Rafn bét,
gildur og góður bóndi (Dala-Rafn). Þaðan béldu þeir síra
Guðmundur við andróður á Siglunes; feingu þeir þar hin-
ar beztu viðtökur og dvöldust þar í fjórar nætur. Lýsir
bann svo í Grímseyjarvísum viðtökunum hjá þeim Siglu-
nesshjónum:
Næstu fjórar nætur dvöldum, —
norðan blés þá ekki beitt, —
vær oss eigi í kuli kvöldum,
kærlega voru búsin veitt,
bæði glatt og hýrt var höldum,
bugsuðum þó um sundið breitt.
Mér fipast að muna og inna
margfaldlegar velgjörðer,
sem þar hef eg gert að fá og finna,
sem foreldrar þau reyndust mér
hjónin þar með bógværð svinna,
hvað mér ávalt þakka ber.
Að fróðra manna tali er Jón Guðmundsson á Siglunesi
fæddur 1572, og dáinn 1651, 79 ára að aldri. Kona Ólafs
stiptamtmanns var Sigríður Magnúsdóttir amtmanns, Gísla-
sonar í Máfa-hlíð, Jónssonar biskups á Hólum, Vigfússon-
ar sýslumanns á Hvoli, Gíslasonar lögmanns, Hákonar-
sýslumanns í Klofa og á Reyni, Árnasonar sýslumanns á
Hlíðarenda, Gíslasonar á Hafgrímsstöðum (enn á lífi 1560),
1*