Skírnir - 01.01.1923, Síða 13
Skírnir]
Magnús Stephensen.
5
»Stefán amtmaður Stephensen var maður á meðal-
vexti og rétt vaxinn; fyrri part æfinnar speingilmenni,
en á seinni hluta hennar, þegar heilsu hans hnigna tók,
varð hann þrekvaxinn. Augun fögur og bláleit, hárið
dökkjarpt, andlit skapfell(i)legt, höfðinglegt, fagurt sýnum,
með ríflegt ættarnef. Vaxtarlag alt í orðu, bauð ásamt
öllu hans útliti, sérlegan þokka. Málfæri þægilegt, liðugt,
snjalt; rödd eins til saungva. Hann var fljóthuga, snar-
menni, burða- og mesti kapps- og driptar-maður í hverju,
sem hann tók sér fyrir hendur; þar hjá mesti hörkumað-
ur til að þola og vinna þrautir, hvar sem að komu.
Gáfur hans voru fljótar, flugskarpar, liðugar, snildarlegar;
næmi allfljótt, greind fin, já, fyrirtaks góð; innföll nett,
skjót og snildarleg, ætíð glaðvær, margbreytt og hæf til
að hressa upp sérhvert samkvæmi í hverri stétt, spaug-
söm, fyndin, á stundum sneiðandi nokkuð og skopsöm.
Rómur optast blíður og ástúðlegur, breyttist á stundum í
alvarlegan og bjóðandi, þegar við þurfti og bar. Geðslag
bráðlynt af náttúru, en létt og ljúft til blíðu á ný, og
náttúrlegast sígleðjandi og glaðvært, vinveitt, milt og ást-
úðlegt, hneigt til kurteisi og sérlegrar siðsemdar, eins í
tali og öllu viðmóti, fúst öllum til aðstoðar og góðvildar.
Hjartalag eitthvert hið mannkærlegasta, sem vildi öllum
vel, bæði vinum og óvildarmönnum, létta allra mann-
raunum, votta öllum góðsemd, rétt og þénustusemi, eingann
hata, einskis liðins óréttar hefna, alt með blíðu og góð-
semd vinna og laga, veitt vinahót með staklegri trygð og
rausn umbuna. Alt eins miðaði öll hans embættisstjórn
til að laga með góðu og föðurlegum áminningum alt,
hvað áfátt var, eingan honum undirgefinn embættismann
um skör fram að sakfella, mart miður fullkomið sem
leingst að yfirstiga, með góðu og hyggindum að leiðrétta,
með góðfúsum tillögum að milda. í fjórtán og hálft ár
hans amtmannsembættis, og meðan hann 1809—10 hafði
geistleg stiptamtmannsverk hér á hendi, komst einginn
undir lagaákæru fyrir neitt, en því vissara sérhver opin-
ber glæpamaður, gegn hverjum liann, — enn þótt mildur