Skírnir - 01.01.1923, Side 14
6
Magnús Stephensen.
[Skírnir
af hjarta, — beitti allri þeirri stjórnsemi, sem réttvísin
krefur. Gerði hann þó aldrei úlfalda úr mýflugum, né
leitaði tilefnis til að yfirfalla fólk með útarmandi Iög-
sóknum um sérhvert lítilræði, sem metast kynni með smá-
vegis yfirsjónum, né heldur til að ofþyngja neinum með
óþörfum, nýjum eða mæðufullum álögum; verndaði sér-
hvern við lög og rétt og rósamar eignir; áseildist eingann,
og fann einga ánægju að blanda sér í annara málefni og
húshagi, eða leita valdi sínu ótta eður fordildar þar með,
livar straung embættisskylda hann ekki knúði, né heldur
dró hann til hennar meiri afskipti en bar, óhlutsamur um
annara, honum óviðkomandi, verk og hagi.---------Hann
var ágætlega vel lögspakur, sagna- og ættfróður, hag-
raæltur vel, bar gott skyn á einfaldar lækningar, talaði
allvel franska tungu, fyrirtaks siðblendinn og kurteis, og
vissi í hvern hóp, sem haun kom, svo vel að haga og
skipta viðræðum sinum og umgeingni við háa og lága, að
upplífgan, æra og yndi þótti öllum að návistum hans.
Svo reyndÍBt það erlendis í sérhverju samkvæmi, svo í
heldri samkvæmum hér, svo við ættmenn og vini, svo
við undirmenn, amtsbúa, hjú sín, bændur umhverfis, aum-
ingja og þurfamenn og ferðamenn úr öllum áttum. Allir
mættu höfðinglegustu góðgjörðum, ljúfmannlegri meðferð,
hjálp, aðstoð og þénustusemi í hans gestrisna húsi. Hann
þoldi varla auman að sjá, eingum líknar að synja, sem
beiddist; nauðstaddir leituðu hennar úr öllum áttum, og
fundu í húsi hans allopt meiri heldur en máske enn þá
nánari skyldur leyfðu honum af að leggja — og þann tel
eg helztan brest vors sáluga, hafi hans mannkærlega
hjartalag á stundum ráðið framar en upplýst skynsemi
um skyldurækt fyrir útlátum hans og góðgjörðutn fram
yfir krapta hans, svo að honum og hans nánustu þörfum,
ellegar öðrum á liggjandi fremri skyldustörfum, yrði fyri
þær miður fyriséð, — enn þótt hans fyrirtaks góða bú-
stjórn og búvit, framkvæmd og fylgi með alt, sem bezta
búnaði, jarðar- og peningsrækt, við kom, gerðu honum
það flest kleift, sem fæstum var öðrum*. — En svo sagði