Skírnir - 01.01.1923, Síða 16
Skírnir]
Magnús Stephensen.
7
Þorvaldur prófastur Böðvarsson um Stefán amtmann dá-
inn, að eptir hann þætti sérhverjum sinn skaði mestur.
Jón sýslumaður Espólín kvað svo:
Einn það mælir,
slíkt er opt reyndi
sér og sínum veitt.
Allir það mæla
einu hljóði:
Veit eg ástsœlli eingann.
Magnús sýslumaður Stephensen var fæddur á Hvann-
eyri 13. Jan. 1797, og var því freklega tveim árum eldri
en Margrét kona hans, sem fædd var á Kálfafelli i Fljóts-
hverfi 7. Sept. 1799. En þeirra varð skamt á ruilli.
Taugaveiki kom upp á heimili þeirra í Vatnsdal, og and-
aðist Margrét úr henni 18. Janúar 1866, en Magnús sýslu-
maður lézt úr sóttinni 15. Apríl sama ár; hafði annars
verið árurn saman áður þjáður af öðrum sjúkdómi. Hann
hafði alizt upp frá fyrsta aldurs ári hjá föðurbróður sín-
um og nafna Magnúsi konferenzráði, og hafði minningu
hans jafnan mjög kæra. Þegar hann kom í Skaptafells-
þing haustið 1823, hafa efni hans sjálfsagt ekki verið
rnikil önnur en þau, sem fóstri hans kann að hafa látið
honum í té, því að eptir föður hans var ekki fé. En á
fjórum fyrstu árunum, sem hann var þar (á Felli hjá
Þórði prófasti), hafði hann álnazt svo, að hann gat árið
1827 reist bú á Höfðabrekku og keypt jörðina um það
leyti.1) Arið eptir giptist hann Margrétu. Gerðist hann
hinn mesti fyrirmyndarbúmaður með framkvæmd og for-
sjálni. Orðlögð var rækt þeirra hjóna til hjúa sinna, og
gekk það jaínvel í erfðir, því að Magnús landshöíðingi
') Um það leyti var tekið að riölast um eignarhald. á Höföabrekku,
•en alt fram að þvi, frá þvi um 1500, hafði sú jörð verið í eigu sömu
ættarinnar, niöja Einars Eyjólfssonar í Dal og Hólmfríðar Erlendsdóttur.
Magnús landshöfðingi seldi Höfðahrekku nálægt 1878 Magnúsi óðalsbónda
Á Skaptárdal Magnússyni. Yar Magnúsi á Skaptárdal jörðin svo kær,
að hann vildi hvergi liggja annarsstaðar en á Höfðabrekku, og þar er
hann grafinn. Hann lézt 1890, 89 ára gamall.