Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 17
8
Magnús Stephensen.
[Skirnir
lét sér ekki óviðkomandi um gömul hjú foreldra sinna.1)
Þegar Magnús sýslumaður fékk Rangárvallasýslu, fluttust
þau hjón að Fljótsdal,2) en eptir eitt ár að Vatnsdal, og
bjuggu þar síðan. Eptir þau látin guldu erfingjar þeirra
til sýslumannsins í Rangárþingi erfðafjárskatt af 16000
ríkisdölum. Eptir því sem heimilisháttum er lýst af gagn-
kunnugum manni hjá þeim hjónum, þá hefir Magnús lands-
höfðingi og systkin hans feingið góðan heimaskóla í upp-
eldinu. Þar segir svo:
>Eg sá reglu, dugnað, þrifnað, frið og saklausa gleði.
Hjón, sem lifðu saman i ást, eindrægni og hjartans glað-
værð. Á lífsins glaðværu dögum hnýtti ástin þau sam-
an; virðingin, sem hvort bar fyrir öðru, teingdi band
þetta en fastar, þegar fram liðu stundir. Hrósverð, skyn-
samleg umhyggja gerði búsæld — —. Hér var var eing-
inn íburðnr, er tyldraði sér á tær til að sýnast fyrir
mönnum, og þanuig sýnir fátækt sálarinnar. Nei, hér
var hinna jarðnesku gæða notið með hyggindum og í
hófi, þau skoðuð sem ávöxtur og laun starfseminnar---------.
Hér voru gestirnir ekki hýstir af fordild, og á síðan born-
ir út á hræsibrekkur. Nei, hver, sem inn fyrir þreskuld-
inn var kominn, var einnig kominn undir gestrisninnar
skjól og skjöld; að góðum höfðingjasið var hann heigur
og óáreitanlegur. Hér var ekki blásið I básúnur að
Farisea sið, þegar aumum eða snauðum var rétt hjálpar-
hönd. Nei, hér var ætíð faðmurinn útbreiddur móti verðug-
um sannarlega nauðliðandi, og einginn slíkur fór bónleið-
ur burtu. Faðminum var ætíð snúið að sannri neyð, en
bakinu opt að þakklætinu. Hér var ekki heimilisstjórnin
') Snmt af hjúum þeirra var hjá þeim allau aldur. Anna yngri
Oddsdóttir, Bjarnasonar, frá Seglbúðum fór að Höfðabrekku til Magnúsar
sýslumanns 1827, sama ár og liann reisti bú, og var bjá þeim hjónum
æ siðan, og var fóstra (»barnfóstra«) allra barna þeirra hjóna. Hún
andaðist í Vatnsdal 9. Marts 1862, 81 árs gömui.
s) Gísli Jónsson í Fljótsdal, einn af þeim Hlíðarbræðrum i Skapt-
ártungu, hafði þá, i þægðar skyni, að nokkra leyti býlaskipti við sýslu-
mann. Gisli bjó siðar leingi á Býjaskerjum (f. 1818; d. 1878).