Skírnir - 01.01.1923, Side 18
Skírnir] Magnús Stephensen. 9'
sú, er skipaði með illu, sem gerir sig ánægða með, sé að
eins hlýtt. — Nei, hér var að vísu alvarlega sagt fyrir
verkum, en með þeirri nærgætni og umhyggju, sem vek-
ur og hvetur, sem bæði er elskuð og virt, og þess vegna
hlýtt svo trúít, þó ekkert mannlegt auga vaki yfir«.
Magnúsi sýslumanui er lýst svo, að hann væri »höfðingi,
sem ætíð lét dreingskapinn verða snildinni samfara*, svo
sem borgari þjóðfélagsins »útsjónarsamur og í allri sinni
breytni vandaður«, svo sem embættismaður »ötull, sam-
vizkusamur og réttlátur«. »Sem vinur var hann tröllunum
tryggari, sem granni var hann greiðvikinn, friðsamur og
hjálpsamur. í umgeingni sinni var hann siglaður, frjáls-
legur og höfðinglegur«. Skúli prófastur, sem jarðsaung
Magnús sýslumann, og jafnan hefir verðið talinn skrum-
laus maður í alvörumálum, segir svo, að margir mætti
sakna hans, »ekki einungis þeir, sem geyma endurminn-
ingu hans frá fyrri tímunum, ekki einungis fornvinir og
ættingjar, ekki einungis þeir, sem ólust upp hjá honum
og gátu lært svo mikið nytsamlegt af honum, heldur
einnig þeir, sem kyntust honum á hans seinustu þján-
inga árum og minnast þess, með hverri gestrisni og glað-
lyndi hann tók þeim, og hvernig hann sameinaði hið
skemtilega og þarfa í viðræðum sínum«.
Síra Magnús Hákonarson lýsir Magnúsi sýslumanni
i mjög gagnorðum erfiljóðum, og meðal annars svo í þessu
erindi:
Tryggasti maður, traustur vinum,
teingdum blóð-sifjum hellubjarg,
auðmildur bræðrum auðnu-linum
ósparri hjálp og styrkri barg,
og höndin vinstri vissi ei af
veglegast því en hægri gaf.
Magnús sýslumaður hélt, eptir að hann fluttist í Rangár-
þing, óslitinni trygð til dánardægurs við ýmsa gamla
stærri bændur í Skaptafellsþingi og skrifaðist á við þá.
Sá, sem þessi orð ritar, sá i æsku bréf frá honutn á síð-
ustu árum hans til eins þeirra, og þúuðust þeir. Hafði