Skírnir - 01.01.1923, Page 19
10
Magnús Stephensen.
[Skirnir
tekizt vinátta með þeim báðum ungum. Heyra mátti og
suma þeirra minnast hans opt, og stundum vitna til þess
i elli, »þegaregvar í þingaferðum með Stephensen*. Af
gömlum vinum bans þar austur lifði Magnús á Skaptár-
dal leingst. Það var eitt af fyrstu verkum Magnúsar
landshöfðingja, þegar haun hafði tekið við landsstjórn, að
gleyma því ekki að gera hann að dannebrogsmanni.x)
Svo var Magnúsi sýslumanni ant um minningu Magn-
úsar konferenzráðs fóstra síns og föðurbróður, að tvo
sonu sína hafði hann látið bera nafn hans, og mist þá
báða unga.* 2) Réðu þá vinir hans honum frá því að
freista þess optar að láta heita eptir Magnúsi kon-
ferenzráði, en fyrri kvaðst hann skyldu missa alla sonu
sína en láta af því. Hinn þriðji sonur hans með því
nafni lifði. Það var Magnús landshöfðingi.
pc Magnús landshöfðingi ólst upp með foreldrum sínum
■8 fyrstu árin (1836—1844) á Höfðabrekku og síðan í Fljóts-
dal og Vatnsdal, og má geta nærri að metnaður hefir
fylgt þvi, að hann yrði mannaður alt frá æskuárum svo
sem bezt mátti verða. Árið 1845—1846 var Jón Sigurðs-
son stúdent frá Guttormshaga skrifari i Vatnsdal. Hann
varð síðar prestur á Kálfafelli í Fljótshverfi, Þykkvabæjar-
klaustri, Kirkjubæjarklaustri og prófastur í Vestur-Skapta-
fellsþingi. Hann drukknaði í Skaptá 1883. Var listaskrif-
ari. Sagði hann til börnum sýslumanns.3) En hinn eigin-
’) A fyrstn árum sinum í Skaptafellsþingi hafði Magnús sýslu-
maður þá venju að bjóða jafnan nokkrnm vinuin sínum til fagnaðar á af-
mœlisdag sinn 13. Janúar. En árið 1833 slasaðist einn af þessum vin-
•um hans svo stórkostlega á Mýrdalssandi á leið til hans i afmælisfögn-
uðinn, að hann lá í meiðslunum á Höfðabrekku fram á vor, og heið þeirra
aldrei hætur siðan. Aldrei hélt Magnús sýslumaður upp á afmæli sitt
■eptir það.
2) Magnús f. 5. Júli 1628; dáinn 12. Júlí sama ár; annar Magnús
f. 17. janúar 1835; dáinn 11. Júní sama ár.
3) Aður hafði sira Magnús Hákonarson veriö skrifari og heimilis-
kennari hjá Magnúsi sýslumanni. Hann var og um hríð fyrst skrifari
ihjá Magnúsi konferenzráði, og það fólk lét síra Magnús sér aldrei
■úviðkomanda. — Jún Júnsson frá Leirá, síðar umboðsmaður, varð skrif-