Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 20
'Skírnir)
Magnús Stepkensen.
11
lega kennara sinn undir skóla taldi Magnús landsliöfðingi
verið hafa Jóhann Knút Benediktsson stúdent, er skrifari
var og heimili8kennari hjá föður hans árin 1846—1849.
Jóhann Knútur varð prestur að Þykkvabæjarklaustri 1849,
því næst á ýmsum stöðum, og siðast á Kálfafellstað. Síra
Jóhann lézt 1891. En Magnús landshöfðingi gekk á 13.
ári inn í latínuskólann í Keykjavík 1849, sama ár og síra
Jóhann vígðist. Magnús var ekki fyrir ofan miðjan bekk
í skólanum fyrstu árin, sem ekki var óiíklegt um svo
ungan pilt,en honum sóttist námið svo, eptir því, sem
aldur færðist yfir hann, að hann útskrifaðist eptir sex
ára skólavist 1855 með hæstri einkunn allra sambekkinga
sinna. »Samsumars sigldi hann til háskólans og tók próf
í heimspeki 27. Júní 1856 með 2. einkunn; embættispróf
í lögum tók hann 4. Júní 1862 með hárri 1. einkunn (laud
a öllum greinum nema kirkjurétti); sagði svo prófessor
Henning Matzen við mig2) einu sinni,að hann hefði verið við-
staddur, er Magnús tók prófið, og óskað þess með sjálfum
sér, að hann væri eins vel undirbúinn, þegar að því kæmi,
að hann ætti að taka próf. Sömu einkunn fékk hann í
hinu praktiska prófi.
Árið eptir komst hann inn í hina íslenzku stjórnar-
deild í Kaupmannahöfn og varð aðstoðarmaður þar 1865«.a)
Það ár (1865) skrifaði Magnús sýslumaður faðir hans
Oddgeiri frænda sínum Stephensen stjórnardeildarforstjóra,
og spurði þess, hvernig honum líkaði við Magnús son
sinn. Svaraði Oddgeir því árið eptir, er hann hafði spurt,
að Magnús sýslumaður hafði mist konu sína, með svo
látanda bréfi:
ari Magnúsar sýslumanns eptir síra Jóhann 1849 og fram til 1852, og
var siðan jafnan hinn mesti trúnaðarmaður Yatnsdalsfólks til dánar-
dægurs (1878).
‘) Hann var fermdnr á skólaárnm sínum 1851, ekki af sóknar-
presti sínum síra Jóni Halldórssyni, lieldur af föðurbróður sínum síra
ÍPétri Stephensen á Olafsvöllum, og fær hann þá lijá honum þann vitnis-
burð, að hann sé „afbragðs gáfaður, kann vel, siösamur11.
2) Kl. Jónsson. Lögrétta XII. 16.