Skírnir - 01.01.1923, Síða 21
12
Magnús Stephensen.
[Skírnir
»Kaupmannahöfn, 17. Apr. 1866.
Háttvirti, góði frændi.
Með dampskipinu um daginn barst mér sorgarfregnin
um lát þinnar góðu konu í vetur, og get eg nærri, hversu
sárt það hefir snortið þig, þar sem eg veit, að þið ætíð
hafið lifað saman í ástúðlegu hjónabandi. Magnús sonur
þinn tekur sér einnig lát móður sinnar mjög nærri, eins
og vonlegt er, og það þvi fremur sem það kom honum
mjög óvænt; en þetta mega allir reyna fyrr eða síðar^
að missa vandamenn sína og ástvini, og þeim ber sizt að
kvarta, sem leingi bafa notið ástúðlegs samlífs með þeim.
Magnús hefir nefnt við mig, að þú óskir, að hann komi
inn í sumar snöggva ferð, og vil eg fyrir mitt leyti ekki
setja mig á móti þvi, ef þér er mikið um það að gerav
og það er þér til hugfróar í sorg þinni; en þó vildi eg,
að hann yrði sem skemst í burtu, því liann má ekki vel
missast héðan eins og stendur.
I þessu liggur um leið svar upp á það spursmál, sem
þú gerðir mér í fyrra sumar, viðvíkjandi því, hvernig
okkur líkaði við Magnús. Ilann á þann vitnisburð skilið,
að hann hefir verið kontornum til mesta gagns frá því
hann kom þar, því hann er ekki að eins mæta vel að sér,
heldur einnig greindur, vandvirkur og aðgætinn. Með
þeirri æfing, sem hann hefir feingið i kontorstörfum og
tækifæri til að kynna sér öll íslenzk málefni, er eg viss
um, að hann er fær um, nær sem vera skal, að veita for-
stöðu hverju verzlegu embætti á íslandi, sem vera skal.
En hann er nú þegar kominn hér í svo góða stöðu, að
eg álít það mikið áhorfsmál fyrir hann að sækja til ís-
lands, nema það skyldi vera að amtmannsembætti byðist,
því jafnvel assessorsembættin hafa þann ókost, að þar er
ekkert að gera fyrir ungan raann, og er því hætt við, að
þeir, sem í þeim embættum eru, annaðhvort leggist í leti,
eða taki fyrir sig aðra hluti, sem ekki koma embættinu
við, gefi sig við pólitík eða þesskonar, eins og dæmin
sýna. En það er óþarfi að fara leingra út í þetta sem