Skírnir - 01.01.1923, Síða 22
Skírnir]
Magnús Stephensen.
13
stendur. Það er fyrir mestu að sonur þinn er kominn
svo vel á veg sem fáir menn á hans reki, og má nærri
geta, hver gleði það má vera fyrir þig sem föður hans.
Eg er ekki kominn svo langt, og þykist mikill maður af
því að mér heppnaðist að sjá dóttur mína fermda fyrra
sunnudag, en þá eru dreingirnir mínir eptir, annar 11 vetra,
en hinn ekki nema 6, og er það langt í land.
Eg heyri sagt, þú munir nú flytja (þig) til Reykjavík-
ur, og sýnist mér það mikið rétt gert, einkum eins og nú
•er ástatt fyrir þér.
Með kærri kveðju til dætra þinna og þín sjálfs, og
(með) óskum alls hins bezta er eg
þinn skuldb. heiðrandi frændi
Oddg. Stephensen*.
En bréf þetta sá Magnús sýslumaður aldrei, því að hann
var þá andaður fyrir tveimur dögum, þegar bréfið var
skrifað.
Á þeim árum, sem Magnús landshöfðingi var í islenzku
stjórnardeildinni, vann hann að ýmsu leyti að Tíðindum
um stjórnarmálefni Islands, er Bókmentafélagið gaf út, og
eins að Landshagsskýrslunum. Hann mun og eiga mikið
i fráganginum á hegningarlögunum frá 26. Júní 1869,
með öðru fleira, sem óhægt er nú að greina.
»Sumarið 1870 var Benedikt Sveinssyni vikið frá
yfirdómaraembætti, og var Magnús Stephensen settur til
að gegna því embætti 19. Ágúst, en fékk veitingu fyrir
því 13. Apríl 1871. Fyrsti assessor varð hann 7. Nóvbr.
1877. Þegar Bergur amtmaður Thorberg var settur lands-
höfðingi eptir burtför Hilmars Finsens 1883, var Magnús,
jafnframt sínu eigin embætti, settur til að gegna amtmanns-
embættinu í Suður- og Vesturamtinu, og gegndi hann
þessum embættum, þangað til hann var skipaður lands-
höfðingi 10. Apríl 1886. Því embætti gegndi hann þangað
til 1. Febrúar 1904, er innlend stjórn komst á, og hafði
hann þá gegnt embætti liðug 33 ár hér á landi, en undir-