Skírnir - 01.01.1923, Side 23
14
Magnúg Stephensen.
[Skirnir
búið sig undir það starf 7 ár í Kaupmannahöfn í þeim
bezta skóla, er hægt var að fá«.J)
Þegar Magnús var settur yfirdómari 1870, mátti hann
velja um, hvort hann vildi það embætti heldur eða amt-
mannsembættið norðan og austan. Það var þá líka laust,
því að Pétri Havsteen hafði verið vikið frá um það leyti.
Eptir að Magnús Stephensen var aptur kominn til
Islands, hlóðust fljótlega á hann ýms trúnaðarstörf. Árin
1871 og 1873 var hann aðstoðarmaður konungsfulltrúa,
Hilmars Finsens, á Alþingi. 1874 var hann kosinn i
bæjarstjórn Reykjavíkur, og átti sæti í henni þar til
hann varð landshöfðingi 1886. Var þar þá stundum
skærusamt, því að Jón ritari var þar þá um tíma. Fyrsti
skrifstofustjóri Alþingis var hann 1875. Hinn 10. Nóv.
1875 var hann af stjórninni skipaður í nefnd um skatta-
mál ogtekjur landsins til undirbúnings skattalögum þeim,
er Alþingi setti 1877, og var hann formaður nefndarinnar.
ílinn 4. April 1876 skipaði landshöfðingi hann til að
endurskoða hina árlegu jarðabókasjóðsreikninga, og var
hann annar endurskoðandi landsreikninganna jafnan síðan
þar til hann varð landshöfðingi. Hinn 14. Maí 1877 var
hann skipaður konungkjörinn þingmaður, og var hann
það einnig, þar til hann varð landshöfðingi 1886. Einnig
1877 var hann skipaður í stjórn Landsbókasafnsins; átti og
sæti þar þangað til 1886, að hann varð landshöfðingi. Enn var
Magnús Stephensen 1877 kosinn forseti Reykjavíkurdeildar
Hins íslenzka Bókmentafélags, og verður hér nú í sjálfu
tímariti félagsins að fara um það efni nokkrutn orðum.
Langt fram eptir 19. öldinni var Kaupmannahöfn mið-
stöð svo margs, er okkur snerti, og ástæðurnar að því á
ótal vegu eru svo alkunnar, að eingum orðum þarf hér
um þær að eyða. Þetta kom einnig fram að því, er
Bókmentafélagið snerti. Kaupmannahafnardeild þess varð'
í öndverðu höfuðdeildin, réð leingi yfir mestu fjármagni
félagsins, og hafði mestar framkvæmdirnar á hendi. í
*) Kl. Jónsson. Lögrétta XII, 16.