Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 24
Skirnir]
Magnús Stepkensen.
15-
allri forsetatíð Árna biskups Helgasonar, en það var 32
ár, alt frá upptökum félagsins og fram til 1848, voru
framkvæmdir Reykjavíkurdeildarinnar mest í því fólgnar,
að hún studdi mjög að landmælingum Björns Gunnlaugs-
sonar, og byrjaði 1846 á útgáfu eins merkisrits, Skýringa
á fornyrðum Jónsbókar eptir Pál lögmann Vídalín, en
ekki var þeirri útgáfu lokið fyrri en 8 árum síðar. Af
forsetatíð Péturs biskups líða svo 16 fyrstu árin (1848—
1864), að ekki er hafin nein ný bókaútgáfa í Reykjavik
af félagsins hendi. En upptök átti Reykjavíkurdeildin að
útgáfu nokkurra merkisrita, sem Hafnardeildin gaf út
síðan. Svo er það um Fornbréfasafnið, Utgáfa þess er
beint hafin eptir uppástungu Jóns háyfirdómara Pétursson-
ar á félagsdeildarfundi í Reykjavík 23. Ágúst 1854. Á
síðari forsetaárum Péturs biskups (1848—1868) tók Reykja-
víkurdeildin að snúa sér að útgáfu bóka. Þá var gefið
út 1. hepti af þýðingu á bréfum Hórazar (1864), — meira
kom aldrei, — og Nokkur blöð úr Hauksbók (1865), og
þá var hafin útgáfa á Mannkynssögu Páls Melsteds. Þeg-
ar Pétur biskup lét af forsetastörfum, var Jón rektor
Þorkelsson kosinn forseti félagsins 18. Sept. 1868. Jón
var ágætur lærdómsmaður, einkum í málvisi og sagna-
fræði. í hans forsetatíð (1868—1877) var haldið fram út-
gáfunni af Mannkynssögu Melsteds, og af nýjum bókum
voru þá teknar upp Fréttir frá íslandi, eptir uppástungu
Gríms Thomsens á félagsfundi 6. Júlí 1872. Sjá má þó,
að á þeim árum hefir fleira vakað fyrir stjórn félagsins,
þvi að á félagsfundi 10. Sept. 1869 var j>samþykt með
miklum atkvæðafjölda«, að Reykjavíkurdeildin gæfi út
Alþýðulestrarbók eptir síra Þórarinn Böðvarsson. En aldrei
er það mál nefnt síðar í félaginu, og bók þessi kom síð-
an út (1874) á kostnað höfundarins. Á félagsfundi 29.
Júlí 1873 erheitið verðlaunum (ótilteknum) »fyrir að semja
íslandssögu*, er »nái frá upphafí íslandsbygðar, annaðhvort
aptur til vorra daga eða um skemmri tíma framanaf«, og
átti höfundurinn að hafa >lokið starfi sínu og sent ritið
til Reykjavikurdeildarinnar fyrir árslok 1874«. Á fundi