Skírnir - 01.01.1923, Blaðsíða 25
16
Magnús Stephensen.
[Skírnir
25. Marts 1875 var lagt fram handrit að Islandssögu fram
til 1264 eptir síra Jón Ingjaldsson. Nefnd var sett til að
dæma um það, en verðlaun hlaut saga þessi ekki. Þó
mun upp af þessu hafa sprottið Islands söguágripið síra
Þorkels Bjarnasonar, sem að visu hlaut ekki heldur verð-
launin, er voru auglýst á nýjaleik í forsetatið Magnú3ar
Stephensens, samkvæmt fundarályktun 25. Apríl 1878. Á
fundi 20. Apr. 1876 var lagt fram handrit að Siðabótar-
sögu síra Þorkels Bjarnasonar, og gaf félagið þá bók út
1878 eptir að Magnús Stephensen hafði tekið við félaginu.
Á forsetaárum Jóns Þorkelssonar kom það opt fram
á félagsfundum, að mönnum þótti Reykjavíkurdeildin verða
mjög afskipt gagnvart Hafnardeildinni um fjárráðin og
hafa úr litlu að spila, og var þá stungið upp á ýmsum
ráðum til þess að efla Víkurdeildina, svo að hún gæti
færzt meira í fang og gefið út fleiri og margbreyttari
bækur. Einna eptirtakanlegust er tillaga sú, er sira Þór-
arinn Böðvarsson bar fram á fundí 6. Júlí 1872, »að skrif-
að væri öllum umboðsmönnum félagsins á íslandi, og þeir
beðnir að borga tillög félagsmanna hingað til Reykjavík-
ur, og að skrifað yrði stiptamtmanni um að félagsstjórn-
inni á íslandi yrði sendur helmingur þess opinbera styrks
og gjafa, sem félag vort fær árlega, — og komu eingin
mótmæli fram á móti þessum uppástungum, en atkvæði
voru ei greidd um þær«. — Sá opinberi styrkur, sem fé-
lagið naut þá, var beint veittur Hafnardeildinni til ákveð-
inna rita, Tíðinda um stjórnarmálefni íslands og Lands-
hagsskýrslna, og þá var það orðið að vana, að flest tillög
félagsmanna af ísiandi væri greidd til Hafnardeildarinnar.
Mun Hafnardeildinni því varla hafa þótt tillaga þessi
mjög vinsamleg, og það því síður sem forseti skrifaði
öllum félagsmönnum skorinort bréf þrem vikum síðar, 24.
Júlí 1872, um þetta efni, og kvaðst gera það samkvæmt
»samþykt« á félagsfundi 6. Júlí, en ritaði Hafnardeildinni
ekki eitt orð um málið. Varð fáþykkja nokkur milli
deildanna út af þessu. Á félagsfundi 8. Júlí 1874 kom
það fram í umræðum, »að æskilegt væri, að félagið yrði