Skírnir - 01.01.1923, Page 27
18
Magnúi Stephensen.
[Skfrnir
á þessum handritum. Skýrði hann frá því á félagsfundi
8. Júli 1878, að félaginu hafi borizt skýrsla um safnið frá
síra Eiríki Kuld, »þó að eins ófullkomin*. Síðan er þess
máls ekki getið, og hafa kaupin af einhverjum ástæðum
ekki tekizt. Laungu siðar var safn þetta keypt til Lands-
bókasafnsins.
Það er ekki hægt að sjá, að hverju Magnús eigi upp-
tök um bókaútgáfur í forsetatíð hans. En árið 1879 ból-
ar fyrst á því, að deildin fari að gefa út rit af nýjum
stofni. Það ár er gefin út Efnafrœði Roscoe’s, Eðlislýaing
jarðarinnar eptir Geikie (í þýðing H. Kr. Friðrikssonar).
Útvegaði forseti félaginu 300 kr. hjá landshöfðingja til
útgáfu hvorrar þessarar bókar um sig. Það ár fylgdi og
bókum deildarinnar Um eðli og heilbrigði mannlegs likama
eptir Jónas læknir Jónassen. Alt alþýðufræðibækur. Á
félag8fundi þetta ár (1879) 8. Júlí var stofnað til útgáfu
tveggja merkilegra rita. Á þeim fundi kom fram tilboð
frá Jóni háyfirdómara Péturssyni um útgáfu á Sýslu-
mannaœfum, og var því tilboði tekið. Á sama fundi bar
Grímur Thomsen fram tillögu um það, »að félagið gæfi
út ritsafn, líkt því sem gömlu félagsritin voru, einskonar
magazinc; eru þar upptök Tímarits Bókmentafélagsins;
var sú uppástunga samþykt í einu hljóði. Ekki verður
séð, hvort uppástunga þessi hefir verið gerð að undirlagi
forseta eða í samráði við hann. En í forsetatið Magnúsar
kom út alt 1. bindi af Sýslumannaæfum og 5 fyrstu ár
Tímaritsins, og hafði forsetinn sjáifur ritað ýmislegt í það.
Eru þessi tvö rit langmerkilegust af öllum ritum, sem
Reykjavíkurdeildin hóf að gefa út í forsetatíð Magnúsar,
og hafa þau bæði ævarandi gildi. En útgáfu alþýðu-
fræðiritanna var hætt með Eðlisfræði Balfour Stewart’s
1880, rétt um sama leyti sem Möðruvallaskólinn tók til
starfa. Hver önnur rit félagsdeildin gaf út á þessum ár-
um má sjá í Skýrslum og reikningum félagsigs. Sjálf-
sagt hefir Magnús átt mikinn þátt í þvi, að Álþingi tók
í hans forsetatíð að veita Reykjavíkurdeildinni allríflegan
fjárstyrk: 2000 kr. hvort árið 1880 og 1881 og siðan