Skírnir - 01.01.1923, Side 28
Skirnir]
Magnús Stephensen.
19
1000 kr. hvert áranna 1882, 1883 og 1884. t forsetatíð
Magnúsar bæði efldist Reykjavíkurdeild Bóknaentafélags-
ins og komst á góðan rekspöl til framkvæmda um útgáf-
ur bóka þeirra, er gildi hafa.
í forsetatið Magnúsar Stephensensíandaðist Jón Sig-
urðsson (1879), hinn gamli forseti Hafnardeildarinnar. Vil-
hjálmi Finsen hafði til málamynda) verið boðið forseta-
dæ'mið eptir Jón andaðan, en hann færzt undan að taka
það að sér. Stóðu því eingir þeir þungs stéttar menn þá
að Hafnardeildinni, að ekki þætti mega gera sér dælt við
þá, — flest ungir menn, sem enn var að litlu getið. Var
tækifærið því gott að taka þar til óspiltra málanna, sem
fyrr var frá horflð i forsetatíð Jóns Þorkelssonar, að gera
félagið »hetur innlent hér eptir en hingað til«.
Á fundi i Reykjavíkurdeildinni 9. Marts 1883 »stakk
Gestur Pálsson cand. phil. upp á þvi, að kosin væri nefnd
til að undirbúa flutning Hafnardeildarinnar, bæði sjóðs
og handrita, hingað til Reykjavíkur, er ætti að hafa af-
lokið starfa sínum 14 dögurn fyrir næsta fund. Samþykt
(var) að setja nefnd til að íhuga lögin, sérstaklega í þá
átt að steypa saman deildunum og flytja aðsetur þeirra
til Reykjavíkur. Samþykt var 3 manna nefnd, og að
prenta uppástunguna til lagabreytingarinnar*. Voru þeir
kosnir í þessa nefnd forsetinn sjálfur Magnús Stephensen,
Gestur Pálsson og Jón Ólafsson. Ekki stóð á tillögum
öefndarinnar í máli þessu, og miðuðu þær allar að því að
má tilveru Hafnardeildarinnar með öllu út úr lögunum.
A aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var 9. Júlí 1883 á
Hótel ísland, voru tillögur þessar allar samþyktar að við-
höfðu nafnakalli með 90 atkvæðum gegn 12. Gagnat-
kvæðin voru að hálfu leyti stúdentar frá Kaupmannahöfn,
8em þá voru staddir i Reykjavík. Höfðu umræður á þeim
fundi verið mjög æstar, og smalað hafði á þeim fundi
verið inn í félagið 52 nýjum ' félagsmönnum, svo að kapp-
lau8t hefir ekki verið þá i kotrunni.
Þó að Gestur Pálsson bæri fram tillöguna á fundin-
Um 9. Marts, vissu þó allir, að það voru í raun og veru
2*