Skírnir - 01.01.1923, Side 29
20
Magnús Stephensen
[Skírnir
þegjandi kappsmunir forsetans sjálfs, sem hrundu þessu
máli svona öfiugt fram. Gestur var þá mjög á hans veg-
um og í hans skjóli, og hefði víst ekki komið með tillög-
una, ef hann hefði vitað, að hún væri Magnúsi Stephen-
sen þvert um geð. Magnús Stephensen hefir því í for-
setatið sinni í verki hrundið málinu um heimflutning
Hafnardeildarinnar meira fram en nokkur annar, alt þang-
að til, að það var tekið upp af nýju eptir síðustu alda-
mót, og varð síðan að framkvæmd.
Út af þessu máli urðu miklar æsingar, og voru Hafn-
ardeildarfélagsmenn svo sem einum rómi móti heimflutn-
ingnum, og sumir ákafir. Kosin var þar þó á félagsfundi
28. Febr. 1884 nefnd í málið, sem komst i prentuðu áliti
að þeirri niðurstöðu, að málinu skyldi visað frá og það
ekki tekið undir atkvæði, og fékkst það samþykt á fundi
30. Marts 18861) En á fundi Reykjavíkurdeildarinnar 8.
júlí 1884 færðist Magnús Stephensen undan því, að taka
við forsetakosningu framar, og var þá ekki heldur kos-
inn, enda biðu hans nú innan skamms yfirgripsmeiri störf.
En samt tók hann, eptir að hann var orðinn landshöfð-
ingi, á móti kosningu á fundi Reykjavikurdeildarinnar 1.
Júní 1886 í nefud um þetta mál eptir aðgerðir Hafnar-
deildarinnar í því, og er álit þeirrar nefndar prentað svo
sem kunnugt er.
Af ritgerðum Magnúsar í Timariti félagsins eru þess-
ar helztar: Skattar og gjöld til landssjóðs (I. ár), Lög-
frœðingatal (II. ár), og Um hið nýja tímatal Dr. Guðbrands
Vigfússonar (í V. ári), og er sú ritgerð samin á vísinda-
legan hátt, sumstaðar nógu »polemisk«, en sýnir með rök-
um fram á, að eingin nauður reki til að víkja frá hinu
‘) Eg var einn af þeim, sem Hafnardeildin kans þá i nefnd i þessu
máli, yngstur þeirra og óráðnastur. En strax á fyrsta fundi nefndar-
innar kom fram svo gagngerður skoðanamunur á meðferð málsins milli
min og hinna nefndarmannanna, að eg sagði mig úr nefndinni, og kom
aldrei við það mál siðan á þeim árum. Ekki var þó meðferð þess
mótmælalaus á fundinum 30. Marts 1886, sú er þá gekk fram.