Skírnir - 01.01.1923, Page 30
Skirnir] Magnús Stephensen 21
eldra tímatali, er bæði Dr. Guðbrandur og aðrir höfðu
áður fylgt.
Magnús var að sjálfsögðu heiðursfélagi í Bókmenta-
félaginu.
Af öðru ritum Magnúsar er helzt að geta Efniayfir-
Uts yfir Stjórnartiðindi 1874—1903, Formdlabókarinnar (með
L. E. Sveinbjörnssyni) og 3 fyrstu bindauna af Alþýðu-
lagasafninu (með Jóni Jenssyni).
Magnús Stephensen mun, nýkominn til landsins, hafa
átt mikinn þátt í stofnun Lestrarfélags Reykjavíkur, sem
staðið hefir til þessa, og stofnun Reykjavíkurklúbbsins,
sem leingi var skemtifélag í bænum.
Magnús var þjóðkjörinn þingmaður Rangæinga á þing-
unum 1903, 1905 og 1907) og forseti neðri deildar Al-
þingis var hann tvö siðustu þingin (1905 og 1907).
Magnús kvæntist á fæðingardag sinn, eins og hann
sjálfur taldi hann, 18. Oktober 1878, Elínu Jónasdóttur
8ýslumanns, Jónssonar landlæknis, — Þorsteinssonar, —
og Elínar Stefánsdóttui1 amtmanns á Hvítárvöllum.1) Þau
voru að öðrum og þriðja. Börn þeirra voru: 1. Magnús,
drukknaði uppkomiun 1916; 2. Jónas, andaðist kominn á
háskóla; 3. Margrét, kona Guðmundar landlæknis Björns-
sonar; 4. Ragna, ógipt hjá móður sinni; 5. Asta kona
Magnúsar bankastjóra Sigurðssonar; 6. Elín kona Júlíusar
kaupsýslumanns Stefánssonar, og 7 Sigríður kona Þór-
halls Arnasonar bankaritara
<Magnús Stephensen andaðist 3. Apríl 1917. Hafði
hann verið embættislaus frá því landshöfðingjaembættið
var lagt niður 1. Febrúar 1904 og innlend ráðgjafastjórn
komst á.
Aðdragandinn að þeirri stjórnarbreytingu var nógu
einkennilegur, en það var hin svo nefnda »yaltýska«.
Kom hún i öndverðu sem boðskapur frá dönsku stjórn-
0 Jón landlæknir og kona hans vorn mestn merkis og ágætishjón.
Svo hefir sagt kona ein, sem var gagnkunnug þeim hjónum og hörnum
þeirra, að öll hafi börn þeirra verið góðrar náttúru, en bezt hafi Grnð-
rún verið. Hún varð síðar kona Jóns A. Bjaltalins skólastjóra.