Skírnir - 01.01.1923, Qupperneq 31
22
Magnúa Stephensen
[Skírnir
inni, ekki samt karldyramegin, og miðaði að því að magna
ráðgjafastjórn í Kaupmannahöfn yfir málum landsins, og
þar með rýra innlent vald. Verður þess að minnast, að
ekki er vita, hvernig þá hefði farið, og hverjar afleiðing-
ar það hefði haft, ef landshöfðingi hefði þá ekki snúizt
af afii móti þeirri stefnu, og það farið saman, að þeir
urðu þar sammála Benedikt Sveinsson og hann,1) og síð-
an ýmsir yngri menn lagizt fast á sömu sveif. Því máli
sneri svo við, að úr því varð innlend ráðgjafastjórn, sem
kunnugt er. Ymsir voru þeir þá, sem litu svo á, að
Magnús Stephensen hefði þá átt að balda áfram lands-
stjórn og verða ráðherra fyrst í stað, sökum margfaldrar
reynslu og þekkingar, því að hann var þá enn ern og
hraustur, en flokksmönnum hans á þingi sýndist annað.
Hvernig hann sjálfur hafi litið á þann viðskilnað, mætti
ráða af svörum hans síðar, er gera átti honum sæmdar-
minning nokkura; neitti hann þeirri sæmd þverlega, og
bætti við: »Eg var grafinn 1. Febrúar 1904*. Sjálfur
hafði hann undirbúið alt stjórnarfyrirkomulagið, sem þá
komst á. En í umræðum þeira, sem um fyrirfarandi ár
’) Benedikt Sveinsson og Magnús Stephensen vorn ekki allopt sömu
•koðunar i stjórnmálnm, en eingin var óvild milli þeirra. Og það hefir
náinn venzlamaður Magnúsar eptir honum sagt, að svo hafi hann mælt,
að einginn maður, sem hann hafi liðsint, hafi verið þess minnugri viö
sig en Benedikt Sveinsson. Benedikt var vikið frá yfirdómaraembætti
1870. Það embætti fékk Magnús, og má jafnvel af þingræðnm Bene-
dikts á þeim árum, sem Magnús var aðstoðarmaður konungsfulltrúa, sjá,
að Benedikt hafi þá ekki verið þústlaust með öllcýtil Magnúsar. Kalt
var milli 'Benedikts og Hiimars Finseus, og hafði Benedikt litla von
embættis aptur hjá honum, enda varla haft geð til að ganga eptir hon-
um um það. En árið 1874 voru þeir allir staddir^hér i Reykjavik um
þjóðhátiðarleytið konungur sjálfur, ráðgjafi hans um Islandsmál og Odd-
geir Stepheusen forseti islenzku stjórnardeildarinnar í Höfn, náfrændi
Magnúsar. Gekk Benedikt þá á fund Magnúsar og bað hann fyrir til-
stilli ^Oddgeirs að útvega sér Þingeyjarsýslu, sem þá var^laus. Það
varð. Og eptirtakanlegt er það, að alla þeirra laungu samverutíð á
þingi, Magnúsar og Benedikts, hrýtur Benedikt aldrei kalt orð til hans,
þótt þeir væri sinn á hvoru máli. En ^Hilmar, sem [annars var mesti
merkismaður, fékk stundum að sitja undir ágjöf hjá-honum.